Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 11
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 11 en við fengum ný verkefni og það er því alltaf nóg að gera,“ útskýrir hún hress í bragði og bætir við að í Mýrdalshreppi sé næstum helmingur íbúanna af erlendum uppruna og það sé skemmtileg glíma að sinna þeim þörfum sem það hafi í för með sér. Kvíðir því ekki að hætta að vinna Helga verður 62 ára í sumar og Sigurgeir verður 68 ára, það verða því breytingar á þeirra högum á næstu árum þegar þau setjast í helgan stein, hætta að vinna og fara að njóta efri áranna. Helga segist nýlega hafa lokið námskeiði í hjúkrun aldraðra. „Það rann upp fyrir mér á einum fyrirlestrinum að ég er nánast á þessum aldri sem verið var að fjalla um,“ segir hún og brosir út í annað. „Ég kvíði því ekki að hætta að vinna og held raunar að það hljóti að vera gott að geta algjörlega ráðið tíma sínum sjálfur. Mér finnst líklegt að við munum halda tengslum við héraðið svo lengi sem líf og heilsa endist. Skógrækt og ýmis búsýsla á jörðinni okkar í Helludal í Bláskógabyggð fær meira rými þegar við hættum að vinna. Ég reyni svo örugglega að halda taktinum í mínu lífi með sundi, grúski og gönguferðum. Það er tilhlökkunarefni að geta varið Helga með sextíu rauðar rósir á 60 ára afmæli sínu, stödd í landi þeirra hjóna í Helludal í Biskupstungum í Bláskógabyggð. meiri tíma með afkomendum og vonandi gefast tækifæri til að nema nýjar lendur í víðum skilningi þess orðs,“ segir Helga sátt við guð og menn. Oddviti og varamaður á Alþingi Helga hefur mikinn áhuga á samfélagsmálum og fylgist með öllu því helsta, sem er að gerast í landsmálunum og sveitarstjórnarmálum. Hún var oddviti Mýrdalshrepps og sat sem varamaður á Alþingi skamma hríð á sínum tíma. „Ég hef áhuga á samfélagsmálum nær og fjær, hef til að mynda setið í stjórn Háskólafélags Suðurlands frá upphafi og sit þar enn. Ég var í meira en áratug varamaður í vísindasiðanefnd og kom talsvert að vinnu þar. Það eru fáar nefndir í Mýrdalshreppi sem ég hef ekki setið í. Það var mikil reynsla og lærdómsríkt að sitja í sveitarstjórn og gegna stöðu oddvita. Mér fannst það á við gott nám og það reyndi á einurð og ýmsa persónuleikaþætti mína. Ég gaf kost á mér af því ég hafði áhuga á uppbyggingu í hreppnum, ekki síst sá ég þörf á að byggja upp íþróttamannvirki, sundlaug og íþróttahús. Við réðumst í það verkefni með ágætum árangri,“ segir Helga stolt. Viðtal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.