Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 15
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 15 Í faghópnum eru hjúkrunarfræðingar með meistaragráðu í gjörgæsluhjúkrun og er markmið faghópsins að bæta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur á gjörgæsludeildum Landspítala. Starf faghópsins á að vera brú fyrir fræðilega þekkingu yfir í klínískt starf. Í gegnum tíðina hefur verið töluvert af hjúkrunarfræðingum með meistaragráðu í gjörgæsluhjúkrun á gjörgæsludeildum Landspítala og bætist nú jafnt og þétt í hópinn eftir að boðið var upp á meistaranám í gjörgæsluhjúkrun við Háskóla Íslands. Við náðum tali af Rannveigu sem sagði okkur nánar frá faghópnum. Að sögn Rannveigar er faghópurinn byggður upp á gömlum grunni en Lovísa Baldursdóttir, sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun, fór fyrir álíka hópi í fjölmörg ár. Markmið faghópsins er að gjörgæsluhjúkrun byggist á bestu þekkingu hverju sinni og að skapa svigrúm fyrir meistaramenntaða hjúkrunarfræðinga til að vinna að verkefnum sem nýtast í klínísku starfi. Sem dæmi má nefna að hjúkrunarfræðingar fái tíma til að vinna að verklagsreglum eða vísindarannsóknum sem stuðlað geti að framþróun í gjörgæsluhjúkrun á Landspítala. Hvað er gjörgæsluhjúkrun? „Gjörgæsluhjúkrun er mat, eftirlit og meðferð sjúklinga með bráð og alvarleg veikindi og fjölskyldna þeirra. Eftirlit með ástandi gjörgæslusjúklinga er mjög mikilvægt í hjúkrun þeirra. Eftirlit felur í sér að sjá fyrir breytingar á ástandi sjúklinga og koma þannig í veg fyrir versnun. Jafnframt er hjúkrun fjölskyldu sjúklinga stór þáttur gjörgæsluhjúkrunarfræðinga og felst til dæmis í upplýsingagjöf, nærveru, hlustun og samtali um ástand sjúklings, meðferð og viðbrögð fjölskyldu í bráðum veikindum sjúklings,“ útskýrir Rannveig. Áhersla lögð á fjölskylduhjúkrun Rannveig segir að faghópurinn muni velja sér áhersluefni fyrir hvert starfsár og ákveðið var að leggja áherslu á fjölskylduhjúkrun á fyrsta starfsári faghópsins. Nýta á niðurstöður úr rannsóknum sem hafa verið gerðar í fjölskylduhjúkrun á deildunum. Þær niðurstöður gefa meðal annars til kynna að tilfinningalegum stuðningi við aðstandendur sé ábótavant. Rannveig segir að rannsaka þurfi hvernig hjúkrunarfræðingar geti veitt aðstandendum tilfinningalegan stuðning. Auka megi færni hjúkrunarfræðinga með ýmsum aðferðum, til dæmis með fræðslu, stuðningi frá sérhæfðum hjúkrunarfræðingum í fjölskylduhjúkrun og með herminámi. Þá má auka samstarf við aðrar fagséttir, svo sem með sálgæslu, félagsráðgjöfum og sálfræðingum. „Markmiðið er að bæta þjónustu við fjölskyldur þeirra sem liggja á gjörgæsludeild og efla hjúkrunarfræðinga í að sinna fjölskyldum sjúklinga.“ Mikilvægt að hafa hjúkrunarfræðinga með sérfræðiþekkingu „,Gjörgæsla er flókin og margbreytileg sérgrein í meðferð sjúklinga með bráð og alvarleg veikindi og fjölskyldna þeirra. Framhaldsnám í gjörgæsluhjúkrun er mikilvægt hjúkrunarfræðingum til að kynnast gagnreyndri þekkingu gjörgæsluhjúkrunar, ásamt viðfangsefnum og álitamálum í meðferð gjörgæslusjúklinga, færa rök fyrir eigin úrlausnum og geta tekið faglegar ákvarðanir og rökstutt þær,“ segir Rannveig. Gróska í gjörgæsluhjúkrun Haustið 2019 var sett á laggirnar meistaranám í gjörgæsluhjúkrun við Háskóla Íslands í samstarfi við Landspítala. Námið mæltist vel fyrir, en alls luku níu hjúkrunarfræðingar meistaranámi nú í vor. Rannveig segir að á næsta ári muni fjórir hjúkrunarfræðingar til viðbótar, á gjörgæsludeildum Landspítala, ljúka meistaranámi. „MS-nám í gjörgæsluhjúkrun nær yfir fjögur samfelld misseri. Í náminu eru tekin kjarnanámskeið meistaranáms í hjúkrunarfræði og sérhæfð gjörgæslunámskeið, eins og gjörgæsluhjúkrun „Starf faghópsins á að vera brú fyrir fræðilega þekkingu yfir í klínískt starf.“ Viðtal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.