Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 16
16 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 og lyfjafræði svæfingalyfja. Á síðustu önn námsins vinna nemendur lokaverkefni í gjörgæsluhjúkrun. Hægt er að sækja um MS-nám í gjörgæsluhjúkrun tvisvar á ári, eins og þegar sótt er um MS-nám í hjúkrunarfræði. Aðsóknin hefur verið góð og ljóst er að mikill áhugi er hjá hjúkrunarfræðingum á Íslandi að sækja sér menntun í gjörgæsluhjúkrun. Gjörgæsludeildir Landspítala í Fossvogi, á Hringbraut og nýburagjörgæslu bjóða hjúkrunarfræðingum, sem starfa á gjörgæsludeildunum, klínískt starfsnám samhliða MS-gjörgæsluhjúkrunarnámi annað hvert ár. Klínískt starfsnám hefst haustið 2021 og lýkur vorið 2023, í náminu er mikil áhersla lögð á nýtingu rannsókna,“ útskýrir Rannveig. Hún bætir við að faghópurinn verði mikilvægur farvegur fyrir hjúkrunarfræðinga sem eru að ljúka meistaranámi þar sem þeir fá svigrúm og utanumhald til þess að efla hjúkrun á gjörgæsludeildum Landspítala. Nýir leiðarvísar fyrir sjúklinga og aðstandendur Rannveig segir frá metnaðarfullri útgáfu á leiðarvísi fyrir sjúklinga og aðstandendur á gjörgæsludeild sem kom út núna í júní. Leiðarvísirinn er þýðing á efni frá bresku góðgerðarsamtökunum ICUsteps (icusteps. com) og verður boðinn aðstandendum og sjúklingum á gjörgæslu, ásamt því að birtast í íslenskri þýðingu á vefsíðu icusteps.com. Í leiðarvísinum eru upplýsingar um dvöl á gjörgæslu, og ráðgjöf og upplýsingar um meðferð og bataferli á legudeild, eftir útskrift af gjörgæsludeild, og eftir að heim er komið. Jafnframt var gefinn út bæklingur fyrir börn sem heimsækja aðstandanda á gjörgæslu en sá bæklingur er einnig ættaður frá ICUsteps. Öflugur hópur hjúkrunarfræðinga að bætast í hóp gjörgæsluhjúkrunarfræðinga Á vorönn 2021 útskrifuðust, eins og fyrr segir, níu hjúkrunarfræðingar með meistaragráðu í gjörgæslu- hjúkrun frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Lokaverkefni hjúkrunarfræðinganna eru fjölbreytt en eiga það sameiginlegt að vera miðuð að þörfum sjúklinga og aðstandenda á gjörgæsludeild og tengjast því beint klínískri gjörgæsluhjúkrun. Hér til hliðar eru heiti lokaverkefnanna, ásamt nöfnum hjúkrunarfræðinganna. „Markmiðið er að bæta þjónustu við fjölskyldur þeirra sem liggja á gjörgæsludeild og efla hjúkrunarfræðinga í að sinna fjölskyldum sjúklinga.“ Viðtal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.