Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 24
24 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Hvernig geta hjúkrunarfræðingar nýtt sér handleiðslu? ,,Það er lærdómstækifæri að vera í sambandi við handleiðara og fá handleiðslu varðandi hvar þú ert staddur með sjálfan þig, varðandi fagþekkingu, samskipti við samstarfsfólk og sjúklinga og hvert þú vilt stefna. Þetta er lærdómsvegur. Landspítalinn er stór vinnustaður þar sem alltaf má búast við miklum hraða og streituvekjandi aðstæðum sem þarf að mæta út frá faglegum forsendum og ákveðnum kröfum. Handleiðslan þarf að miðast við það, sem þýðir ákveðinn sveigjanleika, og að gerðir séu samningar fyrir lengri eða styttri tíma, eftir þörfum þeirra sem vinna á spítalanum. Það getur til að mynda oft verið erfitt fyrir starfsfólk, að komast frá vegna aðstæðna í vinnunni. Þó er mikilvægt að leggja áherslu á að fólk setji handleiðslutíma í sem mestan forgang og fái til þess leyfi frá yfirmönnum.“ Hvernig komast hjúkrunarfræðingar í handleiðslu? ,,Stuðnings og ráðgjafateymi Landspítalans hefur lengi verið til og tekur á móti beiðnum frá starfsfólki spítalans. Teymið er þverfaglegt og hefur á að skipa öflugu fagfólki, en það hafa verið mjög fá stöðugildi í teyminu, miðað við allan þann fjölda starfsmanna sem vinnur á spítalanum. Síðustu ár hefur þó verið aukinn skilingur af hálfu stjórnenda á því hve handleiðsla er mikilvægur hluti af starfinu. Reynslan hefur sýnt sig að handleiðsla skiptir máli fyrir starfsfólk til að takast á krefjandi verkefni og koma í ,,Það sem handleiðsla felur í sér er að þú ert alltaf að skoða sjálfsímyndina þína. Þú ert að skoða hvaðan þú kemur og skoða hliðstæð ferli, sem eiga sér oft orsakir og rætur í fortíðinni, og eru að keyra einhver viðbrögð sem þú ert að sýna í dag.“ Handleiðslufélags Íslands var stofnað árið 2000 og hefur félagið staðið fyrir fræðslu, umræðu og þróun handleiðslu í gegnum tíðina og á sinn þátt í að handleiðslunám á háskólastigi hefur reglulega verið í boði. Til að komast í námið þarf maður að hafa ákveðinn náms- og starfsgrunn, hafa verið í handleiðslu og hóphandleiðslu og það er einnig æskilegt að hafa farið í gegnum sína eigin samtalsmeðferð. Mikilvægt er að hafa tilskilið nám og reynslu en einnig að þekkja sjálfan sig og sín mörk til að geta hjálpað öðrum. veg fyrir kulnun í starfi. Í dag getur fólk sótt sjálft um handleiðslu, það er opinn aðgangur að stuðnings- og ráðgjafarteymi í gegnum heimasíðu spítalans en oft eru yfirmenn til aðstoðar og senda inn beiðni til teymisstjóra fyrir sitt starfsfólk.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.