Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 28
28 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Sjósund er meiri hugrækt en líkamsrækt Seinnipartinn á mánudögum hittist hópur hjúkrunar- fræðinga í Nauthólsvík og æðir út í ískalt Atlantshafið til að synda. Ritstýran ákvað að hitta þessar hressu hafmeyjar á Ylströndinni og beið þeirra við heita pottinn þar sem þær hittast alltaf áður en þær láta vaða út í sjó. Þær voru augljóslega vanar; allar voru þær í sjósundsskóm og sumar auk þess með sundhettu og sundgleraugu. Það var blankalogn úti og tíu gráður, sem þær voru sammála um að væri fínasta veður fyrir sjósund því þær skella sér líka til sunds í Atlantshafið yfir vetrartímann, í frosti og snjó jafnvel. Eftir gott pottaspjall var tímabært að arka út í sjóinn og ritstýran notaði tækifærið og tók nokkrar myndir af þeim úr fjörunni. Eftir sjósundið röltu þær svo aftur í heita pottinn og héldu spjallinu áfram og allar voru þær sammála um að sjósund væri gríðarlega hressandi fyrir sál og líkama. Harpa Sóley Snorradóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur á göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, svaraði nokkrum spurningum fyrir hönd hópsins. Hvernig kom það til að þið ákváðuð að fara nokkrar saman í sjósund? Ég og Ragna Dóra fórum á námskeið í sjósundi þar sem við vorum að æfa okkur fyrir landvættaþrautirnar. Hvorugar vorum við vanar að synda í köldum sjó eða yfirhöfuð fara í köld böð og þótti ekkert heillandi við það. En þar sem ein af landvættaþrautunum er að synda í Urriðavatni, sem við vissum að yrði um 10-15 gráða heitt í júlí, ákváðum við að drífa okkur á námskeið. Í fyrsta tímanum leist okkur ekkert á þetta, ískalt og erfitt að fara úti í. Námskeiðið var í maí og sjórinn var um 9 gráður. Eftir tvo tíma vorum við farnar að synda um Texti og myndir: Sigríður Elín Sjósund

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.