Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 33
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 33 KALMENTE NEFÚÐI VIÐ OFNÆMISKVEFI Kalmente 50 µg/skammt, nefúði, dreifa. 140 skammtar í úðaglasi. Virkt efni: mómetasonfúróat. Ábending: Kalmente er notað við einkennum ofnæmiskvefs (einnig kallað árstíðabundið ofnæmiskvef) og stöðugs ofnæmiskvefs hjá 18 ára og eldri. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. K O N TO R R E Y K JA V ÍK / A LV -1 8 0 5 alvogen.isK A L . L . A . 2 0 2 0 . 0 0 0 1 . 0 1 FÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN INNIHELDUR MÓMETASONFÚRÓAT NÓG EINU SINNI Á SÓLARHRING NEFÚÐI 140 SKAMMTAR Hugleiðing Hugmyndafræði skaðaminnkunar snýst um að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni. Stúlkan sem steig yfir himinháan þröskuld heilbrigðiskerfisins þarf að þessu sinni meðferð við sýkingu en ekki meðferð við fíkn í ávanabindandi efni. Okkur sem fagmönnum ber að verða við þeirri ósk. Við getum ekki krafist þess að hún noti ekki efni á meðan á sjúkrahússlegunni stendur ef við bjóðum henni ekki viðhaldsmeðferð. Við krefjumst þess ekki að verkjasjúklingur hætti að hafa verki ef við gefum honum engin verkjalyf. Slíkar tilraunir eru dæmdar til að mistakast. Hjúkrunarfræðingar eru góðri stöðu til að eyða þröskuldum. Fagleg vinnubrögð og virðing gagnvart skjólstæðingnum eru grunngildi hjúkrunarfræðinnar. Flestir sem glíma við fíknisjúkdóma eru með langa áfallasögu að baki. Oft á tíðum eiga þau ákaflega erfitt með að leita aðstoðar af ótta við höfnun eða fordóma heilbrigðisstarfsfólks. Vinkona okkar í sögunni hér að ofan hefði kannski leitað aðstoðar fyrr, ef hún hefði ekki óttast áfellisdóm, þeirra sem hún þarf mest á að halda þegar hún veikist. Hún hefði ef til vill getað leitað á heilsugæsluna og fengið töflumeðferð við byrjandi sýkingu í stað þess að þurfa sjúkrahússdvöl vegna yfirvofandi sýklasóttar. Þetta eru engin geimvísindi. Við hjúkrunarfræðingar höfum í gegnum tíðina sýnt að við getum fært fjöll fyrir skjólstæðinga okkar. Opnum hugann, höfum hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi og munum að stundarglös eru ákaflega brothætt. Dr. Gabor Maté „The question is not the addiction, but why the pain?“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.