Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 34
34 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 HJÚKRU N AR FR Æ ÐINEMINN SITUR FYRIR SVÖRUM Hjúkrunarfræðineminn Kristófer Kristófersson ? Valdi hjúkrunarfræði eftir tvö ár í læknisfræði og tvær gráður í viðskiptafræði Aldur: 31 árs Á hvaða ári ertu í náminu? Ég er að fara á þriðja ár í haust. Hvers vegna hjúkrunarfræði? Þetta er búin að vera löng leið með alls konar beygjum áður en ég fór í hjúkrun! Ég byrjaði árið 2010 í lækninum hér heima og var í náminu í tvö ár. Námið gekk vel og ég var með frábærar einkunnir en til að opna mig alveg og vera hreinskilinn þá leið mér bara ekkert sérstaklega vel í því námi. Ég ákvað að taka pásu, sem varð svo engin pása því ég fór í viðskiptafræði og kláraði BS og MS í því. Vann við það í nokkur ár en fannst það bara alls ekki nógu skemmtilegt eða nærandi og eftir miklar pælingar um hvað mig langaði að gera sótti ég um í hjúkrun. Ég vissi að mig langaði að vinna náið með fólki, gat nýtt minn bakgrunn og svo fannst mér ekki svo vitlaust að hafa viðskiptafræðina í pokahorninu með því. Ég er að vinna á fíknigeðdeild Landspítalans, mér hefur aldrei fundist eins gaman að því sem ég er að gera og námið er frábært. Skemmtilegasta fagið? Þetta er allt saman skemmtilegt. Ég hef ekki enn þá farið í leiðinlegan kúrs. Eitthvað sem hefur komið á óvart í náminu? Hvað þetta hefur gengið stóráfallalaust í miðjum heimsfaraldri. Vonum við svo ekki öll að það komi ekki bakslag í þennan slag við veiruna? Eitthvað sem þér finnst að megi bæta við námið? Ekkert sem kemur strax upp í hugann. Ætli maður væri ekki betur í stakk búinn að svara þessu að námi loknu. Ætlar þú í framhaldsnám? Já, ég hugsa það. Í dag myndi ég segja í geðhjúkrun en framtíðin er framtíðin. Hressasti kennarinn? Marianne Klinke. Hún er alltaf hress og er með brennandi og smitandi áhuga fyrir starfinu og faginu. Flottasta fyrirmyndin? Ég vinn með ótrúlega flottu og færu fagfólki á fíknigeðdeildinni og það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra, þar eru fyrirmyndir sem ég læri eitthvað af á hverjum degi. Eiginleikar sem þú vilt tileinka þér í starfi? Heiðarleiki, traust, að vera fagleg fyrirmynd og hafa ánægju af starfinu. Hvar langar þig helst að vinna að námi loknu? Ég kann vel við mig á geðinu en hlakka til að fara í verknám á fleiri deildum. Það er allt opið. Uppáhaldslæknadrama? House var alltaf í miklu uppáhaldi og ég á góðar nostalgíuminningar frá ER (Bráðamóttökunni). Ég gafst upp á Grey’s fyrir löngu, held að það hafi verið þegar helmingurinn af persónunum dó í flugslysi. Besta ráðið við prófkvíða? Hreyfa sig! Og læra svo meira. Kaffi, te, kók eða orkudrykkir? Ljósblár Monster. Hvernig nærir þú andann? Með góðum svefni og hreyfingu. Uppáhaldshreyfing? Hjólreiðar og lyftingar. Þrjú stærstu afrek í lífinu hingað til? Þessi spurning er mjög auðveld fyrir fólk sem á þrjú börn en ég á ekkert gott svar um sjálfan mig! En fólk sem er ánægt með sjálft sig, líður vel í eigin skinni og nýtur þess sem það gerir, bæði í og utan vinnu, hefur afrekað býsna margt og ég held að við ættum öll að stefna að því. Hefur þú áhyggjur af hlýnun jarðar? Já, ég geri það. Hvað gerir þú til að sporna við gróðurhúsaáhrifum og hlýnun jarðar? Ég reyni að kaupa sem minnst af óþarfa drasli og borða mun minna af kjöti en ég gerði. Ég verð samt að viðurkenna að ég held að jörðin okkar getið ekki staðið undir þeim lífsstíl sem við öll lifum. Hvort sem við gerum minna af hinu eða þessu þá er óþægilegi sannleikurinn sá að við þyrftum að spóla tvær iðnbyltingar og eina upplýsingabyltingu til baka til að geta talist sjálfbær, því miður. Hvað gleður þig mest? Að hafa ánægju af lífinu á hverjum degi, hvort sem það er í sólríkri utanlandsferð eða á næturvakt þá er ánægju alls staðar að finna. Uppáhaldsveitingastaður? Tapasbarinn. Fallegasta borg í heimi? París. Besti bar fyrir hamingjutíma? Petersensvítan í eftirmiðdagssólinni. Falin perla í náttúru Íslands? Náttúrulaugin sem frændfólk mitt í Skagafirði á, á sinni jörð, og enginn veit eða fær að vita hvar er. Besta baðið? Ég segi Laugardalslaug en annars er góð og löng sturta heima eftir annasama vakt líka rosalega dýrmæt og góð. Hvernig myndir þú lýsa þér í einni setningu? Mér var einu sinni sagt ég venjist ágætlega! Höldum okkur við þá lýsingu. Skemmtilegasti tími ársins? Ég elska íslenska vorið. Þá lifnar yfir öllu og öllum og maður finnur einhvern veginn kraftinn og gleðina í þjóðarsálinni aukast.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.