Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 41
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 41 Mest gefandi að hjálpa fólki á erfiðum tímum Hvað varð til þess að þú ákvaðst að sækja um nám í hjúkrunarfræði á sínum tíma? „Ég var búinn að vera í utanspítalaþjónustunni í nokkur ár þegar við hjónin fluttum til Húsavíkur. Hún var í sínu sérnámi sem heimilislæknir og ég allt í einu bara heimavinnandi húsfaðir. Ég fór að líta í kringum mig í Akureyrarháskóla, ég er ekki lögfræðitýpan en sá að það væri góð leið til þess að verða betri sjúkraflutningamaður að skrá mig í hjúkrunardeildina.“ Voru margir karlmenn í náminu á sama tíma og þú? „Það var einn minnir mig, held að hann hafi ekki farið í gegnum klásusinn.“ Hvers vegna mælir þú með hjúkrunarfræði fyrir karlmenn? „Hjúkrunarfræði er frábært fag fyrir þá sem vilja vinna með höndunum, ég segi stundum að hjúkrun sé flottasta iðnnámið.“ Nú eru aðeins 3% hjúkrunarfræðinga karlmenn. Hvað er hægt að gera til að breyta þessu og auka hlut karla í hjúkrun? „Það þarf að breyta miklu þegar kemur að kennslu í hjúkrunarfræði, hjúkrun er að mínu mati fyrst og fremst verklegs eðlis og í grunnnámi hjúkrunar er lögð allt of mikil áhersla á akademíska þekkingu og færni tengda rannsóknum í stað þess að kenna fólki að vinna í alvöru á vettvangi og nota bæði hug og hönd. Hefur þú fundið fyrir fordómum í starfi vegna þess að þú ert karlmaður? „Já, 100% til að byrja með þegar ég var enn í náminu og að flakka á milli deilda, hér og þar var mikið af kvenkyns kollegum sem fannst þetta ekki vera eðlilegt. Ég hef reyndar ekki orðið var við slíka fordóma lengi en kannski hefur það meira með vinnustaðina að gera.“ Hver var aðdragandinn að því að þú fórst í sjúkraflutninga? „Ég hafði mikinn áhuga á starfinu og sjúkraflutninganáminu, ég lærði í Maine í Bandaríkjunum og valdi námsleið þar sem áhersla var lögð á óbyggða-utanspítalaþjónustu. Það er gaman frá því að segja að flestir aðaltöffararnir sem sinntu kennslunni þar voru hjúkrunarfræðingar. Námið og starfið sem sjúkraflutningamaður var og er mjög skemmtilegt, það var hins vegar ekki fyrr en ég kláraði hjúkrunarfræðinámið og hafði unnið sem hjúkrunarfræðingur um tíma að ég áttaði mig á því hvað ég kunni í raun lítið sem sjúkraflutningamaður áður en ég tók hjúkrunarfræðina. Sjúkraflutninga- og bráðatæknanám er í rauninni mjög stutt og einhæft nám sem snýr að mjög einangruðum hluta ferlisins. Mín skoðun er að hjúkrunarfræðingur með víðtæka reynslu, eins og til að mynda frá bráðamóttöku, svæfingu, gjörgæslu, geðsviði, heilsugæslu úti á landi og fleiri starfsstöðvum, geti bætt gæði utanspítalaþjónustu til mikilla muna og jafnvel gert okkur kleift að skipuleggja heilbrigðisþjónustu og þá sérstaklega Atli Már Markússon fór í sjúkraflutninganám í Maine í Bandaríkjunum þar sem áhersla var lögð á utanspítalaþjónustu í óbyggðum. Atli ákvað svo þegar hann var heimavinnandi húsfaðir á Húsavík að skella sér í hjúkrunarfræði og sér ekki eftir því þar sem námið nýtist sérlega vel í starfi hans sem sjúkraflutningamaður. Við slógum á þráðinn til Atla til að heyra hvernig þetta tvennt fer saman en þess má geta að Atli lauk einnig námi í svæfingahjúkrun fyrir nokkrum árum. Texti og myndir: Sigríður Elín Viðtal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.