Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 49
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 49 hafs og vestan komið á fót hreyfingum sem markvisst vinna að því að efla þekkingu og færni til forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Í Bandaríkjunum hefur Alliance of Nurses for Healthy Environments verið starfsrækt frá 2008 (sjá ANHE – Alliance of Nurses for Healthy Environments (envirn.org)). Tilgangur ANHE er að stuðla að heilbrigði fólks og umhverfis með fræðslu og forystu meðal hjúkrunarfræðinga, styðja við rannsóknir, nota gagnreynda starfshætti og hafa áhrif á stefnumótun. ANHE hefur á þeim rúma áratug, sem það hefur starfað, unnið sér sess í bandarísku hjúkrunarsamfélagi, verið virkt, og beitt sér út frá forsendum hjúkrunar með heilbrigði fólks og umhverfis að leiðarljósi. Í Evrópu eru nýstofnuð samtök hjúkrunarfræðinga um loftslagsbreytingar, Nurses Climate Challenge Europe, sem hafa það markmið að koma af stað hreyfingu meðal heilbrigðisstarfsfólks sem er reiðubúið að skuldbinda sig til að vinna að lausnum við umhverfisvánni í heilbrigðisþjónustu og í samfélaginu gegnum fræðslu og myndun tengslanets heilbrigðisstarfsfólks (Health Care Without Harm, 2021, sjá About | NCC Europe (nursesclimatechallenge.org)). Nurses Climate Challenge Europe-samtökin spretta upp úr Health Care Without Harm (HCWH) sem eru samtök evrópskra heilbrigðiskerfa, sjúkrahúsa og annarrar heilbrigðisþjónustu, opinberra aðila, háskóla, félaga sem vinna að umhverfismálum og fagfélaga heilbrigðisstétta (Health Care Without Harm, 2021, sjá About | NCC Europe (nursesclimatechallenge. org)). Ísland á einn fulltrúa í HCWH sem er Landspítali. Að því er höfundar best vita eru ekki til nein samtök eða félag á heilbrigðissviði hér á landi sem vinnur sérstaklega að heilbrigði jarðar eða umhverfismálum. Ljóst þykir að umhverfisváin er okkar stærsta heilbrigðisvandamál í nútíð og framtíð og því má spyrja hvort ekki sé tímabært og í raun nauðsynlegt og ábyrgt af hjúkrunarfræðingum að stofna fagdeild um heilbrigði jarðar. „Jörðin þarfnast hjúkrunar.“ (Potter, 2019, bls. 206). Huffling, K. (2019). Building a global movement for health: Nurse leadership on climate change. Creative Nursing, 25(3), 191-194. doi: 10.1891/1078-4535.25.3.191. Potter, T. (2019). Planetary health: The next frontier in nursing education. Creative Nursing, 25(3), 201-207. doi: 10.1891/1078- 4535.25.3.201. Wabnitz, K.J., Gabrysch, S., Guinto, R., Haines, A., Herrmann, M., Howard, C., Potter, T., Prescott, S.L., Redvers, N. (2020). A pledge for planetary health to unite health professionals in the Anthropocene. Lancet, 396(10261), 1471-1473. doi: 10.1016/S0140-6736(20)32039- 0. Epub 2020 Sep 30. HEIMILDIR Hvítagullfjallið ofar öllu Ljós landsins. Það fer og skuggarnir verða. Sjónarsviptir erum við á Íslandseyjunni. Við í heiminum. Á förum frá okkur frá sjálfum sér sjálfum. Það gleymdist að hann er úr vatni gerður að hann leysist upp í það og flæðir yfir veg allrar veraldar. Ekki í hefndarskyni. Það er bara engin leið önnur en þessi sem við hröktum hann á. Við Misindismenn. Við Óvitar sem köllum okkur þó homo sapiens. Og Stephen Hawking sendi þau skilaboð úr fangelsi líkamans að við getum, ólíkt dýrunum, náð utanum alheiminn. Við vitibornu skiljum þá hamfarahlýnun á jörðinni en við látum ósköpin yfir ganga Börnin og barnabörnin. Krúttin á facebook. Hvað verður um þeirra krútt og þeirra krúttkrútt? Er okkur alveg sama? SAMA sem hroðgræðgi dáðleysi ár fram af ári. mann fram af manni. Jökullinn verður enginn að sér gengnum, enginn, ekki nokkur hann verður skrattakollur, kollóttur fjall með framliðnum fjöllum ekki ísfjallið brakandi bjart. Svo steindrepst heimsins hvítasti kroppur og við tekur ótínt grjót. SJÓNARSVIPTIR 1 (Steinunn Sigurðardóttir, Dimmumót, 2019, bls. 27-28)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.