Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 50
50 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Heilbrigði jarðar Ég heiti að helga líf mitt því að þjóna og vernda mannkyn og náttúruna sem heilbrigði manna veltur á. Ég mun setja heilbrigði fólks, samfélaga og jarðarinnar í forgang og bera virðingu fyrir mannslífum og fjölbreyttu lífi á jörðinni. Ég mun stunda fag mitt samviskusamlega og með virðingu fyrir og í samræmi við góða starfshætti með tilliti til heilbrigðis jarðarinnar. Til að skaða ekki mun ég virða sjálfræði og reisn allra jarðarbúa við aðlögun nýrra leiða með það að markmiði að bæta heilbrigði og fyrirbyggja skaða á mannkyni og jörð. Ég mun hafa í heiðri og virða það traust sem mér er sýnt og nýta þetta traust til að stuðla að bættri þekkingu og móta gildi og hegðun sem styðja við heilbrigði mannkyns og jarðar. Ég mun leggja mig fram um að auka skilning minn á þeim áhrifum sem bein, ómeðvituð og kerfisbundin hlutdrægni hefur á sjúklinga mína, samfélög og jörðina, til þess að auka vitund mína til að þjóna. Ég mun kappkosta að koma á jöfnuði og réttlæti með því að vekja athygli á umhverfis-, félags- og skipulagsmálum, sem eru mælikvarðar heilbrigðis, og um leið standa vörð um þá náttúru sem er undirstaða lífs á jörðu fyrir komandi kynslóðir. Ég mun viðurkenna og virða ólíka uppsprettu þekkingar og kunnáttu hvað heilbrigði einstaklinga, samfélaga og jarðar varðar, svo sem hefðbundna kunnáttu frumbyggja, en um leið vinna gegn útbreiðslu rangra upplýsinga sem grafa undan heilbrigði jarðar. Ég mun auka við og deila þekkingu minni í þágu samfélags og jarðarinnar; ég mun einnig markvisst efla þverfaglegar, heildrænar aðgerðir til að viðhalda heilbrigði einstaklinga, samfélaga og jarðar. Ég mun sinna eigin heilsu, velferð og atgervi til þess að geta annast og þjónað samfélaginu eftir bestu getu. Ég mun ætíð leitast við að vera fyrirmynd sjúklinga minna og samfélags með því að fylgja meginreglum sem stuðla að heilbrigði jarðar og draga úr loftlagsáhrifum. Ég mun ekki beita þekkingu minni til að brjóta á mannréttindum og borgaralegu frelsi, jafnvel þótt mér sé ógnað; vitandi það að réttur fólks til heilsu er undirstaða heilbrigðis jarðar. Með því að sverja þennan eið hef ég skuldbundið mig til að fylgja framtíðarsýn um persónulegt og félagslegt heilbrigði og heilbrigði jarðar, sem mun gera hvers kyns lífi kleift að dafna á jörðinni, í nútíð og framtíð. Ég legg einlæglega og óbundin/n heiður minn að veði til að uppfylla þennan eið. (Wabnitz o.fl., 2020, bls. 1472). Eiður heilbrigðisstarfsfólks um að varðveita heilbrigði jarðar á mannöld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.