Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 63
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 63
Boneco lofthreinsitæki
Verðlaunuð fyrir hönnun og virkni og
taka lítið gólfpláss. Öflug en hljóðlát
virkni. Stórar HEPA og VOC kolasíur
eyða vírusum, bakteríum og fjarlægja
99,99% af ofnæmisvökum. VOC
kolasían dregur úr lykt og bindur
rokgjörn efni, eiturefni og ýmsar
gastegundir s.s brennisteinsdíoxíð og
formalín (e.formaldehyde). Hreinsa allt
að 300 m³/klst.
Verð frá 44.750 kr.
Boneco rakatæki
Einföld og þægileg rakatæki til að viðhalda
réttu rakastigi á heimili og skrifstofu.
Möguleiki að fá rakatæki með innbyggðum
rakamæli sem viðheldur sjálfkrafa réttu
rakastigi. Allt yfirborð og plast sem kemst í
snertingu við vatn er sérstaklega bakteríu-
og veiruvarið.
Verð frá 6.950 kr.
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) getur andrúmsloftið innandyra verið hundraðfalt
verra en utandyra. Flestir verja um 90% af tíma sínum innandyra, þar af 60% inn á heimili sínu og þá helst
í svefnherberginu. Við ættum því að gæta vel að gæðum andrúmsloftsins heima hjá okkur, sérstaklega í
ljósi þess mikilvægis að fá góðan nætursvefn.
Æskilegt rakastig innanhúss er á milli
40-60% eftir aðstæðum. Rakastig í
upphituðum húsum er oft of lágt. Rétt
rakamettun dregur einnig úr örverum
og ofnæmisvökum í lofti.
Eirberg Stórhöfða 25 og Kringlunni 1. hæð • Sími 569 3100 • eirberg.is
Airfree lofthreinsitæki
Margverðlaunuð lofthreinsitæki sem eyða 99,99% af
örverum og ofnæmisvökum úr andrúmsloftinu.
Eyða einnig lykt og gæludýraflösu.
Hljóðlaus og sjálfhreinsandi.
Hönnuð fyrir mismunandi stór rými, 16-60 m2.
Verð frá 23.750 kr.
Hvernig virkar Airfree?
Lofthreinsitækin draga verulega úr örverum í andrúmsloftinu með því að
brenna þær. Óhreint loft sogast hljóðlaust inn í tækið með varmaburði
og eyðist í 200 gráðu heitum keramikkjarna þess. Þær lífrænu agnir
sem valda ólykt eyðast einnig í kjarna Airfree. Þetta ferli er algjörlega
hljóðlaust, krefst ekki viðhalds og hefur verið sannreynt í fjölmörgum
rannsóknum.
Thermodynamic
Sterilising
System (TSS®)
99,99% af örverum
eyðast í 200°C
heitum keramikkjarna
Frjókorn
Ofnæmisvakar frá
rykmaurum
Bakteríur Vírusar Gæludýraflasa
Tóbakslykt
Myglusveppagró
Lykt
Óson
Heilsuhorn
Andardrátturinn er öflugt ,,tæki” sem við
höfum og getum notað til þess að virkja
slökunarviðbragð líkamans. Djúpur, hægur
andrardráttur gefur líkamanum merki um
að allt sé í lagi; það slaknar á vöðvum og
streituviðbrögð líkamans virkjast ekki.
Öndunaræfing sem
losar um spennu
Kviðaröndun (þindaröndun,) eða slökunaröndun
eykur súrefnisupptöku líkamans og það teygist á
vöðvaþráðum sem gefa líkama og huga merki um að
slaka á.
Öndunaræfing
Byrjaðu á því að koma þér fyrir í góðri sitjandi stöðu,
lokaðu augunum. Beindu athyglinni inn á við og að
andardrættinum. Skynjaðu andardráttinn og taktu
eftir eftirfarandi atriðum:
Ertu að anda hægt eða hratt?
Andar þú grunnt eða djúpt?
Er hver andardrátturinn langur eða stuttur?
Hvaða hlutar bringu og kviðar hreyfast þegar þú
andar?
Byrjaðu nú að anda meðvitað og dýpkaðu öndunina.
Andaðu inn og út um nef eða inn um nef og út um
munn. Andaðu djúpt að þér og andaðu svo hægt og
rólega frá þér; tæmdu allt loft út. Settu hönd á kvið og
finndu hvernig kviðurinn þenst út eins og blaðra við
innöndun og á útöndun fellur hann niður. Haltu áfram
að fylgjast með andardrættinum og hvernig kviðurinn
hreyfist með; þenst út á innöndun, fellur niður á
útöndun. Á sama tíma skaltu gefa eftir og slaka á allri
spennu í líkamanum.
Umsjón: Kristín Rósa Ármannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og jógakennarir
KOSTIR
KVIÐARÖNDUNAR
-losar um spennu
-dýpkar slökun
-eykur tilfinngastjórn
-eykur skýrleika hugar
-eykur einbeitingu
-færir súrefni til fruma
-eflir heilsu
-bætir svefn
Gefðu þér tíma daglega til að virkja slökunar-
viðbragðið, það mun með tímanum skila þér
jákvæðum breytingum. Gott er að gera þessa
öndunaræfingu alltaf á sama stað og á sama tíma
dagsins, ef það er hægt. Æskilegt er að vera í rólegu
og friðsælu umhverfi og æfa öndunina í 5-10 mínútur
á dag. Auka svo tímann hægt og rólega upp í 20
mínútur á dag.
Slökunaröndun er hægt að gera hvar og hvenær sem
er, í amstri dagsins þegar þú finnur þig spennast
upp og streitan er á ná tökum á þér. Það getur gerst í
vinnunni, í röðinni í Bónus eða í bílnum á rauðu ljósi.
Taktu þá nokkra langa og djúpa andardrætti, það er
öflug og einföld leið gegn streitu.