Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 64
Vegna forvarna og betri meðferðar lifa fleiri með kransæðasjúkdóm en áður og eykur það þörf fyrir fræðslu frá heilbrigðisstarfsfólki. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa sjúkdómstengdri þekkingu og fræðsluþörfum sjúklinga með kransæðasjúkdóm við útskrift af sjúkrahúsi. Í þessari lýsandi þversniðsrannsókn, sem gerð var 2017- 2018, tóku þátt fullorðnir einstaklingar sem lögðust inn á sjúkrahús vegna bráðs kransæðaheilkennis, kransæðavíkkunar eða kransæðahjáveituaðgerðar. Við útskrift af sjúkrahúsi var gögnum safnað úr sjúkraskrá, með mælingum og þátttakendur svöruðu spurningalistum. Sjúkdómstengd þekking var metin með mælitækinu Þekking-KRANS sem inniheldur 20 fullyrðingar, flokkaðar í fimm þekkingarsvið. Möguleg stig á heildarkvarða eru 0-20 og á hverju þekkingarsviði 0-4. Þátttakendur voru einnig beðnir um að meta fræðsluþarfir sínar varðandi 15 atriði er tengjast kransæðasjúkdómi á 4 stiga kvarða (1 = mjög lítil þörf, til 4 = mjög mikil þörf). Þekking þátttakenda (N = 445, 80% karlar, meðalaldur 64,1 ár (sf 9,1)) mældist að meðaltali 13,6 (sf 3,3), þekking mældist mest á sviði næringar (M 3,2; sf 10,0) og minnst á sviði sálfélagslegrar áhættu sem tengist kransæðasjúkdómi (M 2,4; sf 1,0) (p < 0,001). Menntun, reykingar, trú á eigin getu, aldur og fyrri sjúkrahúslega vegna kransæðasjúkdóms skýrðu 16% af breytileika í þekkingu (F 14,223; R2 0,159; p < 0,001). Yfir 70% sjúklinga höfðu mikla eða mjög mikla þörf fyrir fræðslu um sjúkdóminn og meðferð hans. Við útskrift af sjúkrahúsi mældist sjúkdómstengd þekking einstaklinga með kransæðasjúkdóm viðunandi en þó höfðu þeir enn miklar fræðsluþarfir sem mikilvægt er að uppfylla. Við sjúklingafræðslu þurfa hjúkrunarfræðingar að hafa í huga að aldur, menntun, fyrri saga um kransæðasjúkdóm, reykingar og trú á eigin getu eru þættir sem geta haft áhrif á hvernig fræðsla skilar sér í betri þekkingu. Eftirfylgd hjúkrunarfræðinga á göngudeild og aukin fjarheilbrigðisþjónusta gætu verið fýsilegir kostir til að uppfylla fræðsluþarfir eftir útskrift af sjúkrahúsi. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Lykilorð: Fræðsluþarfir, kransæðasjúkdómur, sjálfsumönnun, sjúklingafræðsla, þekking. Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Rannsóknin sýnir að þrátt fyrir að sjúkdómstengd þekking íslenskra sjúklinga með kransæðasjúkdóm mælist viðunandi hafa þeir miklar fræðsluþarfir við útskrift af sjúkrahúsi. Hagnýting: Heilbrigðisstarfsfólk getur nýtt niðurstöður rannsóknarinnar við endurskoðun, þróun og forgangsröðun innihalds fræðslu fyrir einstaklinga með kransæðasjúkdóm. Þekking: Niðurstöðurnar sýna að fræðsluþarfir kransæðasjúklinga við útskrift af sjúkrahúsi tengjast fyrst og fremst sjúkdómi og meðferð. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Hjúkrunarfræðingar þurfa að vinna markvisst að þróun sjúklingafræðslu sem hjúkrunarmeðferðar og huga að eigin færni í að veita einstaklingshæfða fræðslu. Fræðsluþarfir og sjúkdómstengd þekking einstaklinga með kransæðasjúkdóm: Þversniðsrannsókn við útskrift af sjúkrahúsi

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.