Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 66
66 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Þekking kransæðasjúklinga við útskrift af sjúkrahúsi er lítið rannsökuð en rannsókn Boyde og félaga (2015) sýndi að 30% þátttakenda voru með ónóga þekkingu á einkennum sjúkdómsins. Algengt er að heilbrigðisstarfsfólk meti ekki (Ghisi o.fl., 2014b) eða sinni ekki fræðsluþörfum sjúklinga sinna (Cartledge o.fl., 2018). Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingafræðsla heilbrigðisstarfsfólks beinist aðallega að upplýsingum tengdum sjúkdómi og meðferð en fræðsluþörfum sem tengjast tilfinningalegri líðan og félagslegum málefnum er síður sinnt (Ingadottir o.fl., 2020). Heilbrigðisstarfsfólk og kransæðasjúklingar hafa einnig ólíkar skoðanir á því hvað séu mikilvægustu upplýsingarnar fyrir sjúklinga en rannsókn Ghisi og félaga (2014b) sýndi að eftir útskrift voru mikilvægustu upplýsingarnar að mati kransæðasjúklinga tengdar greiningu, meðferð, lyfjameðferð og öryggi. Hins vegar taldi heilbrigðisstarfsfólk að upplýsingar um áhættuþætti, þar með talið sálfélagslega áhættuþætti og öryggi, væru mikilvægustu upplýsingarnar. Rannsókn á fræðsluþörfum sjúklinga sem höfðu farið í kransæðavíkkun eða hjáveituaðgerð leiddi í ljós að sjúklingar töldu fræðsluþarfir sínar meiri en hjúkrunarfræðingar (Mosleh o.fl., 2017). Sú fræðsluþörf sem bæði sjúklingar og hjúkrunarfræðingar álitu mikilvægasta var umhirða sárs (skurðsár/stungustaður). Aðrar fræðsluþarfir sem sjúklingar töldu mikilvægar tengdust lyfjum, bráðum uppákomum og áhættuþáttum. Hjúkrunarfræðingar töldu auk umhirðu sárs, stjórnun áhættuþátta og þá sérstaklega líkamsþjálfun hvað mikilvægasta en sjúklingar álitu fræðslu um daglega hreyfingu síst mikilvæga. Rannsókn Ghisi og félaga (2014b) leiddi í ljós að fræðsluþarfir kransæðasjúklinga breytast eftir útskrift. Strax eftir útskrift var mestur áhugi á fræðslu um lyf, bráðar uppákomur og öryggi. Fljótlega efir útskrift kom fram meiri fræðsluþörf um greiningu, meðferð og næringu. Þegar frá útskrift leið var mesta fræðsluþörfin tengd bráðum uppákomum, greiningu, meðferð og þekkingu um hjartað. Rannsóknir benda þannig til þess að þekkingu kransæða- sjúklinga á sjúkdómi sínum sé ábótavant, fræðsluþarfir þeirra séu vanmetnar og að sjúklingar hafi mikla þörf fyrir fræðslu um öryggi, lífsstíl, greiningu og meðferð kransæðasjúkdóms (Boyde o.fl., 2015; Cartledge o.fl., 2018; Ghisi o.fl., 2014b; Mosleh o.fl., 2017; Svavarsdóttir o.fl., 2015). Til að skipuleggja markvissa þjónustu byggða á gagnreyndri þekkingu er þörf á að kanna hvernig málum er háttað meðal íslenskra sjúklinga. Markmið þessarar rannsóknar var því að lýsa sjúkdómstengdri þekkingu og fræðsluþörfum sjúklinga með kransæðasjúkdóm við útskrift af íslenskum sjúkrahúsum og skoða tengsl þekkingar við áhættu- og bakgrunnsþætti. Þessi þversniðsrannsókn er hluti af stærri rannsókn, KRANS-rannsókninni sem er langtímarannsókn um lífsstíl, áhættuþætti, sjúkdómstengda þekkingu, fræðsluþarfir og sjálfsumönnun einstaklinga með kransæðasjúkdóm á Íslandi (https://www.unak.is/is/rannsoknir/rannsoknir-vid-ha/ The-KRANS-study). Í þessari grein eru notuð gögn frá fyrsta tímapunkti rannsóknarinnar sem safnað var frá fullorðnu fólki AÐFERÐ með staðfestan kransæðsjúkdóm við útskrift af sjúkrahúsi á tímabilinu október 2017 til nóvember 2018. Þátttakendur Boðin var þátttaka 18-79 ára sjúklingum sem lögðust inn á Landspítala eða Sjúkrahúsið á Akureyri vegna bráðs kransæðaheilkennis, kransæðavíkkunar eða kransæðahjáveituaðgerðar. Útilokaðir frá þátttöku voru þeir sem höfðu skerðingu á hugrænni starfsemi sem hamlaði þátttöku og þeir sem ekki skildu eða ekki töluðu íslensku. Einnig voru útilokaðir einstaklingar sem fóru í hjartaþræðingu en greindust ekki með kransæðasjúkdóm. Mælitæki Sjúkdómstengd þekking var metin með Spurningalista um kransæðasjúkdóm (Þekking-KRANS) sem er íslensk útgáfa af mælitækinu „Coronary Artery Disease Education Questionnaire-short version (CADE-Q-SV) (Ghisi o.fl., 2016). Mælitækinu er ætlað að meta þekkingu einstaklinga með kransæðasjúkdóm í hjartaendurhæfingu á sjúkdómi sínum og heilbrigðum lífsstíl. Í mælitækinu eru 20 spurningar og fullyrðingar sem skiptast í fimm þekkingarsvið: Sjúkdóms- tengda þekkingu, áhættuþætti, hreyfingu, næringu og sálfélagslega áhættu. Svarmöguleikar eru: rétt, rangt og veit ekki. Hvert rétt svar gefur eitt stig en rangt svar og „veit ekki“ gefur 0 stig. Því er mesti mögulegi stigafjöldi 4 stig innan hvers þekkingarsviðs og heildarstigafjöldi 20 stig. Mælitækið var upphaflega samið á portúgölsku en hefur verið þýtt og staðfært á fleiri tungumál, meðal annars ensku (Ghisi o.fl., 2016) og spænsku (Ghisi o.fl., 2021). Próffræðilegir eiginleikar þess hafa reynst fullnægjandi fyrir áreiðanleika endurtekinnar prófunar innan hvers þekkingarsviðs (e. intra class correlation coefficient) og innri áreiðanleiki (e. internal consistency), metinn með alfastuðli (e. Cronbach’s alpha) hefur mælst á bilinu 0,76-0,94 fyrir hvert þekkingarsvið og > 0,70 fyrir heildarlistann. Viðmiðunargildi (e. criterion validity) sýndi mun á stigafjölda eftir menntunarstigi (p < 0,001) og hversu lengi þátttakendur höfðu verið í endurhæfingu (p < 0,005) (Ghisi o.fl., 2016). Innihaldsréttmæti (e. content validity) var metið af 12 sérfræðingum í hjartaendurhæfingu. Mælitækið var þýtt og staðfært úr ensku á íslensku í samráði við höfunda, með aðferðinni ígrunduð samtöl (e. cognitive interviewing) samkvæmt Willis (2005). Spurningalistinn var lagður fyrir heilbrigðisstarfsfólk (n = 8) og sjúklinga (n = 6) á Reykjalundi og tekin ígrunduð samtöl við hvern þátttakanda. Í kjölfarið var spurningalistinn lagaður að íslensku orðfæri og áherslum í fræðslu íslenskra hjartasjúklinga (Henný Hrund Jóhannsdóttir o.fl., 2017). Til þessa var fengið leyfi Vísindasiðanefndar (Tilv.:17-088) og framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi. Í þessari rannsókn var alfastuðull fyrir íslenska þýðingu mælitækisins 0,74. Til viðbótar við spurningalistann Þekking-KRANS voru þátttakendur beðnir um að svara spurningum um hversu mikla þörf þeir hefðu fyrir fræðslu um 15 efnisatriði. Svarmöguleikar í þessum spurningum voru fjórir (mjög mikla þörf – mikla þörf – litla þörf – enga þörf). Spurningarnar voru samdar af höfundum og byggjast á þekktum áhættuþáttum kransæðasjúkdóma, æskilegum lífsstíl (Piepoli, o.fl., 2016) Fræðsluþarfir og sjúkdómstengd þekking
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.