Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 70
70 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021
Áhrifaþættir sjúkdómstengdrar þekkingar meðal
kransæðasjúklinga eru lítið rannsakaðir. Aðhvarfsgreining
sýndi tengsl þekkingar við menntun, aldur, fyrri sjúkrahúslegu
vegna kransæðasjúkdóms, reykingar og trú á eigin getu.
Þetta er sambærilegt við niðurstöður erlendra rannsókna
(Ghisi o.fl., 2014b) þar sem þeir sem voru yngri og með meiri
menntun höfðu betri sjúkdómstengda þekkingu. Þessi tengsl
menntunar við þekkingu koma einnig fram á þann hátt að
við þátttöku í hjartaendurhæfingu eykst þekking þeirra
minna sem eru með minni menntun og lægri tekjur (Ghisi
o.fl., 2021). Tengsl reykinga og þekkingar hafa hins vegar
ekki fundist í fyrri rannsóknum á kransæðasjúklingum svo
við vitum til. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður og velta
má fyrir sér hvort skýringa sé að leita í aðheldni, að hún
reynist reykingamönnum erfiðari en öðrum. Aðheldni krefst
þekkingar en felur einnig í sér togstreitu á milli freistinga og
að gera rétt, og að vera við stjórnvölinn líkt og lýst hefur verið
hjá einstaklingum með sykursýki (Ingadottir og Halldorsdottir,
2008). Sjúkdómstengd þekking þátttakenda jókst einnig við
aukna trú á eigin getu og er það í samræmi við rannsókn
(Ghisi o.fl., 2020) á kanadískum kransæðasjúklingum í
endurhæfingu. Trú á eigin getu er hugtak sem vaxandi áhugi
er á innan hjúkrunarfræði enda virðist það gegna mikilvægu
hlutverki í sjálfsumönnun hjartasjúklinga þar sem þekking
er ein af grunnforsendum árangurs meðferðar (Riegel o.fl.,
2017). Önnur tengsl við sjúkdómstengda þekkingu fundust í
þessari rannsókn þótt þær breytur héldust ekki inni í líkaninu
það er tekjur, einkenni þunglyndis og búseta. Það er vel þekkt
að styttri menntun, lágar tekjur, lág þjóðfélagsstaða sem og
andleg vanlíðan minnka hæfni kransæðasjúklinga til að takast
á við lífsstílstengda áhættuþætti og gerir þá ólíklegri til að
sinna eftirliti og endurhæfingu en þetta getur aftur haft áhrif á
horfur þeirra (Resurrección o.fl., 2019). Hlutur þekkingar í því
samhengi er þó ekki vel þekktur en vekur upp spurningar sem
vert væri að kanna nánar. Hvað varðar mun á þekkingu eftir
búsetu er það einnig áhugaverð niðurstaða. Íslensk rannsókn
á áhrifum búsetu á hjartaheilsu og dánartíðni sýndi meiri
notkun á heilbrigðiskerfinu vegna hjarta- og æðasjúkdóma
í dreifbýli en þéttbýli og er það talið skýrast af aukinni tíðni
breytilegra áhættuþátta meðal íbúa landsbyggðarinnar og þá
sérstaklega meðal kvenna (Haraldsdottir o.fl., 2017). Aðgengi
sjúklinga í dreifbýli að göngudeildarþjónustu eftir greiningu og
meðferð kransæðasjúkdóms, þar sem mikil fræðsla fer fram,
er ekki jafn gott og þeirra sem búa í þéttbýli og sú staðreynd
gæti útskýrt þennan mun á þekkingu eftir búsetu.
Niðurstöður okkar sýna að þrátt fyrir að þátttakendur
hefðu almennt viðunandi sjúkdómstengda þekkingu og að
langflestir teldu að fræðsluþarfir þeirra hefðu verið uppfylltar
í sjúkrahúslegunni höfðu þeir þó frekari fræðsluþarfir og
Fræðsluþarfir og sjúkdómstengd þekking
Í þessari fyrstu íslensku rannsókn á sjúkdómstengdri
þekkingu sjúklinga með kransæðasjúkdóm og fræðsluþörfum
þeirra kom margt athyglisvert í ljós. Þekking þátttakenda
var viðunandi og heildarstigafjöldi þekkingar sambærileg
við kransæðasjúklinga í Rómönsku-Ameríku (Ghisi o.fl.,
2021) en heldur minni en í Kanada (Ghisi o.fl., 2020)
þar sem sama mælitæki var notað til að meta þekkingu
kransæðasjúklinga fyrir endurhæfingu. Þekking einstaklinga
með kransæðsjúkdóm í eða eftir endurhæfingu hefur þó
reynst meiri í fyrri rannsóknum (Ghisi o.fl., 2016; Ghisi o.fl.,
2020; Ghisi o.fl., 2021). Meðaltal þekkingar mældist minnst
á sviði sálfélagslegrar áhættu en mest á sviði næringar og
samræmist það fyrri rannsóknum (Ghisi o.fl., 2016; Ghisi o.fl.,
2020; Ghisi o.fl., 2021). Þekking á næringu og hreyfingu hefur
einnig komið best út í alþjóðlegum rannsóknum en þekking á
sjúkdómnum mælst minnst (Ghisi o.fl., 2016; Ghisi o.fl., 2020;
Ghisi o.fl., 2021).
Þrátt fyrir að heildarstig þekkingar geti talist viðunandi í
okkar rannsókn virðist vera skortur á þekkingu á ákveðnum
þáttum og rétt eins og í niðurstöðum okkar benda erlendar
rannsóknir á kransæðasjúklingum til þess að þeir hafi
ónóga þekkingu við útskrift af sjúkrahúsi (Boyde o.fl., 2015;
Cartledge o.fl., 2018). Stuttur legutími hefur ef til vill áhrif
þar sem ríflega helmingur þátttakenda dvaldi sólarhring
eða skemur á sjúkrahúsi. Um helmingur sjúklinganna hafði
greinst með alvarlegan langvinnan sjúkdóm og helmingur
þeirra lagðist inn vegna bráðra veikinda. Sjúklingarnir
eru því talsvert veikir meðan á sjúkrahúslegu stendur og
aðstæður þeirra til náms ekki ákjósanlegar. Í niðurstöðum
rannsóknar á kransæðasjúklingum (Svavarsdóttir o.fl., 2015)
kom fram að þeir töldu sig hafa takmarkað gagn af fræðslu
í sjúkrahúslegunni þar sem þeir voru ekki í ástandi til þess
að meðtaka upplýsingar og mundu lítið af því sem sagt
var. Þessir sjúklingar lögðu áherslu á endurtekna og meiri
fræðslu eftir útskrift af sjúkrahúsi. Það er því mikilvægt að
hjúkrunarfræðingar forgangsraði fræðslu í sjúkrahúslegunni
í samræmi við þarfir sjúklinga og leggi eingöngu áherslu á
þá fræðslu sem þarf að eiga sér stað meðan á sjúkrahúsdvöl
stendur. Einnig er hugsanlegt að þær aðferðir sem eru notaðar
við sjúklingafræðslu henti ekki til að fullnægja fræðsluþörfum
sjúklingahópsins. Í þessari sömu rannsókn lögðu sjúklingarnir
mikla áherslu á að fræðslan væri einstaklingsmiðuð og sniðin
að þeirra þörfum, þar sem almennar upplýsingar væru t.d.
settar í samhengi við þeirra sjúkdómsástand á skiljanlegu máli
(Svavarsdóttir o.fl., 2015).
UMRÆÐA
Tafla 4. Skýringargildi breyta sem hafa áhrif á heildarstig þekkingar við línulega aðhvarfsgreiningu
R2 = 0,171, aðlagað R2 = 0,159
Óstöðluð
hallatala
Staðalvilla Stöðluð
hallatala
p-gildi
Menntun
Reykir [já]
Trú á eigin getu
Aldur
Fyrri sjúkrahúsinnlögn vegna kransæðasjúkdóms [nei]
0,900
-2,070
0,024
-0,053
-0,732
0,218
0,427
0,007
0,020
0,334
0,207
-0,246
0,174
-0,142
-0,112
<0,001
<0,001
0,001
0,007
0,029