Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 71

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 71
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 71 samræmist það niðurstöðum rannsóknar á fræðsluþörfum sjúklinga með hjartabilun (Ingadottir o.fl., 2020). Líkt og í rannsókn Ghisi og félaga (2014b) höfðu þátttakendur mestar fræðsluþarfir um sjúkdóminn, meðferð hans, einkenni og lyfjameðferð (Mosleh o.fl., 2017). Flestir höfðu einnig fræðsluþarfir sem tengdust áhættuþáttum og heilbrigðum lífsstíl. Þessar niðurstöður geta nýst hjúkrunarfræðingum við að forgangsraða fræðslu meðan á sjúkrahúslegu stendur en rannsókn meðal einstaklinga með kransæðasjúkdóm á Íslandi og Noregi leiddi í ljós að sjúklingarnir sögðust ekki hafa næga þekkingu til þess að spyrja spurninga í sjúkrahúslegunni og töldu því mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk hefði innsýn í hvaða þekking gagnaðist þeim (Svavarsdóttir o.fl., 2015). Það vekur einnig athygli að þó að lítill hluti þátttakenda hafi verið í kjörþyngd þá taldi einungis tæpur helmingur sig hafa þörf fyrir fræðslu um þyngdarstjórnun. Minnsta fræðsluþörfin var um kynlíf og reykleysi enda reykti aðeins minni hluti þátttakenda. Þó vakti athygli að aðeins um þriðjungur þeirra sem reyktu töldu sig hafa þörf á fræðslu um reykingar. Hér er rétt að benda á að ekki var spurt um mikilvægi fræðsluþarfa eða hvort þátttakendur teldu sig hafa þörf á stuðningi við þyngdarstjórnun eða reykleysi en það hefði líklega gefið betri mynd af eðli þeirra fræðsluþarfa sem voru óuppfylltar. Við túlkun niðurstaðna þarf einnig að taka mið af því að spurningalistinn er lagður fyrir sjúklinga við útskrift af sjúkrahúsi en rannsóknir hafa sýnt að fræðsluþarfir kransæðasjúklinga breytast þegar frá líður greiningu um kransæðasjúkdóm (Ghisi o.fl., 2014b). Þar sem rannsóknir hafa sýnt að fræðsla eykur líkur á árangursríkum lífsstílsbreytingum (Ghisi o.fl., 2014a; Ghisi o.fl., 2020) er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar skoði tækifæri til að bæta fræðslu. Sjúklingafræðsla er mikilvæg hjúkrunarmeðferð og hjúkrunarfræðingar þurfa að huga að eigin færni í að veita fræðslu. Sjúklingar telja að færni og þekking þess sem fræðir hafi áhrif á trúverðugleika fræðslunnar og hvernig þeir meðtaka fræðsluna. Mikilvægt sé að sá sem veitir fræðsluna hafi góða gagnreynda þekkingu og klíníska reynslu í meðferð hjartasjúklinga og að upplýsingarnar séu áreiðanlegar (Svavarsdóttir o.fl., 2015). Þannig er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar stuðli að þróun sjúklingafræðslu og séu gagnrýnir á þær aðferðir sem þeir beita við fræðslu. Niðurstöðurnar styðja mikilvægi þess að auka áherslu á að veita sjúklingafræðslu eftir útskrift af sjúkrahúsi. Rannsóknir hafa sýnt góðan árangur hjúkrunarstýrðra göngudeilda fyrir kransæðasjúklinga (Randall o.fl., 2017). Í Reykjavík og á Akureyri eru starfandi göngudeildir fyrir kransæðasjúklinga þar sem þeir fá eftirfylgd, fræðslu og stuðning við lífsstílsbreytingar. Engin slík þjónusta er í boði annars staðar á landsbyggðinni en þar mætti nota fjarheilbrigðisþjónustu í meira mæli til að ná til stærri hóps og jafna þannig aðgengi að heilbrigðisþjónustu í samræmi við stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 (Stjórnarráð Íslands, 2019). Styrkleiki og takmarkanir rannsóknarinnar Meginstyrkleiki rannsóknarinnar er stórt úrtak og niðurstöðurnar ættu því að endurspegla vel stöðu þekkingar og fræðsluþarfir íslenskra kransæðasjúklinga. Ritrýnd grein | Scientific paper Sérstakar þakkir fær Inga Valborg Ólafsdóttir fyrir samstarf við undirbúning og framkvæmd rannsóknarinnar. Einnig fá Lilja Þorsteinsdóttir, Védís Húnbogadóttir, Hildur Rut Albertsdóttir, Hildur Birna Helgadóttir, Margrét Sigmundsdóttir og Kristín Guðný Sæmundsdóttir þakkir fyrir vandaða vinnu við gagnasöfnun. Höfundar þakka einnig styrktaraðilum rannsóknarinnar en rannsóknin var styrkt af Byggðastofnun, vísindasjóði Landspítala, vísindasjóði Sjúkrahússins á Akureyri, rannsókna- og vísindasjóði hjúkrunarfræðinga, vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (B-hluta), vísindasjóði Háskólans á Akureyri, Hjartavernd Norðurlands og menningar- og viðurkenningarsjóði KEA. Síðast en ekki síst þakka höfundar þátttakendum fyrir að gefa sér tíma til þátttöku í rannsókninni. ÞAKKIR Takmarkandi þáttur rannsóknarinnar er að spurningalistar voru lagðir fyrir við útskrift af sjúkrahúsi og því gætu líðan og ástand þátttakenda hafa haft neikvæð áhrif á getu þeirra til að svara spurningalistunum. Það að spurningalistinn var nokkuð langur og tók talsverðan tíma að svara hefur ef til vill leitt til þess að þátttakendur slepptu einstaka spurningum. Jafnframt gildir hér eins og í öðrum spurningakönnunum að ef til vill svara þátttakendur spurningum út frá því sem þeir telja æskilegt fremur en raunverulegt. Til takmarkandi þátta rannsóknarinnar má einnig telja að sjúkdómstengd þekking var metin með Þekking-KRANS mælitækinu sem upphaflega var samið með einstaklinga sem eru í hjartaendurhæfingu í huga. Með aðstoð fagfólks og sjúklinga var mælitækið þó aðlagað íslensku orðfæri og áherslum í fræðslu íslenskra hjartasjúklinga. Ályktanir Niðurstöðurnar rannsóknarinnar benda til þess að sjúkdómstengd þekking þátttakenda sé að flestu leyti viðunandi. Fræðsluþörfum kransæðasjúklinga er þó ekki nægilega vel sinnt í sjúkrahúslegunni, og við útskrift af sjúkrahúsi höfðu þátttakendur miklar fræðsluþarfir tengdar sjúkdómi sínum og meðferð. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja einnig mikilvægi þess að afla nákvæmra upplýsinga um sjúklinga frá þeim sjálfum. Mikilvægt er að meta fræðsluþarfir sjúklinga eins og þeir sjálfir skilgreina þær og hafa í huga einstaklingsbundna þætti sem tengjast þekkingu þegar fræðsla er skipulögð og veitt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.