Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 78
78 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 afleiðingar áfalla sem þeir höfðu orðið fyrir í barnæsku eða fyrir mörgum árum en tveir voru að vinna með áföll sem áttu sér stað einu til tveim árum áður. Áföllin, sem þátttakendur höfðu orðið fyrir, voru margbreytileg svo sem einelti í æsku, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi í æsku eða á fullorðinsárum, skilnaður foreldra, missir, sjálfsvíg foreldris, að eiga langveikt barn, bílslys, valdníðsla heilbrigðisstarfsmanna og að hafa verið yfirgefinn í súrefniskassa sem ungbarn. Viðbrögð þátttakenda við áföllunum voru misjöfn. Þar sem áföllin áttu sér stað á löngum tíma voru fyrstu viðbrögð að bæla tilfinningar sínar og reyna að aðlagast aðstæðum. Sif lýsti því á eftirfarandi hátt: „Þetta breytti lífi mínu“ Ýmsar ástæður voru fyrir því að þátttakendur fóru í dáleiðslumeðferð, s.s. kvíði, þunglyndi, verkir, þreyta, slæmar endurminningar og erfiðar tilfinningar (tafla 2). Sálræn áföll voru undirliggjandi orsök hjá öllum, en sumir höfðu ekki áttað sig á því fyrr en í dáleiðslumeðferðinni. Þátttakendur lýstu því að dáleiðslumeðferð hefði hjálpað þeim að vinna dýpra með áföllin þar sem verið var að kryfja hlutina og komast að rót vandans. Það leiddi til betri skilnings og þekkingar á tengslum eigin tilfinninga við líðan. Dáleiðslumeðferðin skilaði betri sjálfsmynd, bættum svefni, betri hvíld, minni kvíða og þunglyndi, minni verkjum og slæmar endurminningar hurfu. Yfirþemað er bein tilvitnun í einn þátttakanda, „Þetta breytti lífi mínu,“ og lýsir vel reynslu þátttakenda þar sem meðferðin hafði jákvæð áhrif á líf þeirra. Niðurstöðum var skipt í fimm meginþemu og 25 undirþemu (tafla 3). „Smám saman þá étur þetta mann upp.“ Reynsla af áföllum Þátttakendur höfðu upplifað sálræn áföll af ýmsu tagi, ýmist í barnæsku á löngum tíma eða skyndilega eftir að fullorðinsaldri var náð. Sjö þátttakendur voru að vinna með NIÐURSTÖÐUR Tafla 2. Yfirlit yfir þátttakendur Nafn Aldur Ástæða dáleiðslumeðferðar Áföll/orsök Sif 33 Verkir um allan líkamann, kvíði Skilnaður foreldra Andlegt ofbeldi Erfiðar uppeldisaðstæður Bára 43 Kvíði og þunglyndi Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi Ída 43 Kvíði, þunglyndi og vefjagigt Vanræksla Einelti Bergur 57 Heilsukvíði Yfirgefinn sem ungabarn Steinar 49 Þreyta (svimi og sjóntruflanir) Á langveikt barn Ása 44 Áfallastreita –- endurminningar Sjálfsvíg föður Hrafn 37 Reiði, samskiptavandi Skilnaður foreldra Erfiðar uppeldisaðstæður Magna 47 Áfallastreita – svefnerfiðleikar, kvíði, martraðir Valdníðsla tengd erfiðri fæðingu og síðar vegna svæfingar/aðgerðar Tinna 20 Áfallastreita – endurminningar, kvíði Bílslys sálrænna áfalla?“ Stuðst var við fyrirframgerðan viðtalsramma en svör við spurningunum höfðu áhrif á seinni spurningar. Unnið var að gagnagreiningunni jöfnum höndum, frá því að fyrsta viðtal hófst. Viðtölin voru tekin upp, skráð orðrétt og upptökum eytt að því loknu. Til þess að fá fram sem skýrasta mynd af reynslu þátttakenda var leitast við að nota orð þeirra sjálfra. Þau voru fengin með því að marglesa viðtölin og draga fram mikilvægustu atriðin sem lýsa fyrirbærinu í hnotskurn. Réttmæti og áreiðanleiki rannsóknar Til að tryggja réttmæti og áreiðanleika rannsóknarinnar mat aðalrannsakandi stöðugt gæði gagnasöfnunarinnar og gætti vel að eigin túlkunum. Rannsóknarniðurstöður voru rökstuddar með orðum frá þátttakendum og leitað var staðfestingar þeirra á túlkun viðtalsins sem dregið var saman í greiningu. Þrepum 7, 9 og 11 í Vancouver-skólanum var fylgt til að auka á réttmæti rannsóknar (tafla 1). Gagna var aflað þar til heildarmynd var komin af niðurstöðunum (Sigríður Halldórsdóttir, 2016). Tafla 3. Yfirlit yfir niðurstöður rannsóknar „Þetta breytti lífi mínu.“ Reynsla fólks af dáleiðslumeðferð við afleiðingum sálrænna áfalla Undirþemu „Smám saman þá étur þetta mann upp.“ Reynsla af sálrænum áföllum Missir Varð fyrir bíl Yfirgefinn í súrefniskassa Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi Langveikt barn Skilnaður foreldra „Það er búið að greina mig með allan fjandann.“ Heilsufarslegar afleiðingar áfalla. Áfallastreita Þunglyndi Kvíði Líkamleg einkenni Sállíkamleg einkenni „Ég er búinn að fara í alveg skrilljón sálfræðimeðferðir, geðmeðferðir ...“ Reynsla af öðrum meðferðarleiðum. Hjálpaði eitthvað Gerði ekkert gagn „Að kryfja hlutina.“ Reynsla af dáleiðslumeðferð. Jákvæð reynsla Djúp tilfinningavinna Skilvirkni Kalla fram minningar „Vinnur á rót vandans.“ Reynsla af árangri dáleiðslu- meðferðar. Kvíði og ótti minnkuðu Þunglyndi hvarf Betri svefn Byggði upp sjálfstraustið Betri tilfinningastjórn Hætti að endurupplifa Minni verkir Slökun

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.