Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 80
80 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021
„Þetta breytti lífi mínu“
var svona djúp þá reyndi mikið á og þeir urðu eftir sig eftir
meðferðina. Magna lýsti því á eftirfarandi hátt: „Það var eitt
skipti þar sem X fór með mig svona rosalega langt og ég var
algjörlega eftir mig, ég var bara andlega búin og uppgefin eftir
það. Bara þreytt, þetta tók svo á.“
Þrátt fyrir djúpa og mikla tilfinningavinnu sögðust
þátttakendur hafa upplifað góða slökun við að fara í
dáleiðsluástand og liðið vel eftir tímann. Einnig lýstu
þátttakendur því að þeir gátu kallað fram minningar í
dáleiðsluástandi og þær tilfinningar sem fylgdu þeim.
Þannig náðu þeir bæði að losa út tilfinningarnar sem fylgdu
minningunni og átta sig á réttri upplifun. Í dáleiðslunni gat
Bergur kallað fram endurminningu sem hann fann að var
orsök heilsukvíðans. Hann fór inn í minningu þar sem hann var
yfirgefinn í súrefniskassa sem ungbarn:
Þarna (í dáleiðslunni) einhvern veginn fór ég inn í þessa
reynslu og hún var hrikaleg, ólýsanleg í orðum eiginlega,
sko ... fer inn í svona, alveg ofboðslegur sársauki að
vera svona einn einhvern veginn, sko … fátt verra en að
vera svona algjörlega yfirgefinn, hún er óendanlega sár,
óendanlegur sársauki.
„Vinnur á rót vandans.“
Reynsla af árangri dáleiðslumeðferðar.
Allir þátttakendur töldu einhvern jákvæðan árangur af
dáleiðslumeðferðinni og enginn upplifði neikvæða reynslu.
Flestir sögðu dáleiðslumeðferðina vera sérstaka þar sem
hún skilaði mjög góðum árangri og það á mun skemmri tíma
en aðrar tegundir meðferðar sem þeir höfðu reynt. Einnig
voru þátttakendur almennt sammála um að meðferðin væri
árangursrík og fannst hún vera varanleg. Ída lýsti því svo: „Mér
fannst hún virka rooosalega vel. Ég held að þetta sé það sem
hefur virkað best.“ Væntingar þátttakenda til árangurs voru
misjafnar en allir töldu að þetta hefði verið ein besta ákvörðun
sem þeir hefðu tekið og skilað sér léttara og jákvæðara lífi.
Hjá sumum varð árangurinn gríðarlega mikill, eins og Sif
lýsti því að dáleiðslumeðferðin hefði breytt lífi sínu. Hún
hafði verið þjökuð af verkjum í öllum líkamanum og gat
ekki orðið unnið heilan vinnudag án þess að leggja sig. Eftir
dáleiðslumeðferðina hafði hún ekki aðeins losnað við verki
heldur höfðu bæði kvíði og sólarofnæmi horfið sem hún hafði
haft frá því að hún var barn:
Það var svo magnað að það sem gerðist líka var að ég
hafði verið með sólarofnæmi frá því að ég var barn,
alltaf svona svæsið sólarexem ... Eftir annað skiptið í
dáleiðslunni, sem var fyrsta áfalladáleiðslan, þá losnaði
ég við það, algjörlega. Það var sko 20 stiga hiti og
glampandi sól í allt, allt sumar og ég hef aldrei fengið
þetta exem aftur.
Kvíði minnkaði eða hvarf hjá þeim sex þátttakendum
sem höfðu verið með kvíða: „Lykill að því að læknast af
kvíðanum var að uppgötva hver orsökin var. Hún bjó í
undirmeðvitundinni, það var þetta forrit sem ég var með
í undirmeðvitundinni,“ sagði Sif. Ída var auk þess haldin
þunglyndi og lýsti hún árangri meðferðarinnar á þessum
andlegu veikindum á eftirfarandi hátt: „Alla vega að þá kom
ég inn alveg hérna á botninum og fór út með engin einkenni
kvíða né þunglyndis.“
Jákvæð reynsla þátttakenda í þessari rannsókn sýnir að
dáleiðslumeðferð er áhrifarík leið við úrvinnslu áfalla
og hefur víðtæka möguleika í meðferð við margs konar
heilsufarsvandamálum. Árangur dáleiðslumeðferðar á jafn
margbreytilegum einkennum hefur ekki verið rannsakaður
áður hér á landi svo höfundar viti til. Rannsóknir sem gerðar
hafa verið á þessu sviði hafa hingað til meira miðast við að
rannsaka árangur dáleiðslumeðferðar við einu afmörkuðu
vandamáli.
Þátttakendur lýstu ólíkum líkamlegum og andlegum
einkennum sem þeir röktu til margs konar sálrænna áfalla.
Þegar atburðirnir sem ollu áföllunum gerðust á löngum tíma
fundu þeir margar erfiðar tilfinningar sem þeir höfðu bælt
niður til að aðlagast aðstæðum. Slík viðbrögð eru þekkt úr
fyrri rannsóknum og sýnt hefur verið fram á að þau auka
hættuna á áfallastreituröskun (Woodward o.fl., 2019). Bældu
tilfinningarnar höfðu búið um sig í undirvitundinni og búið til
ákveðið forrit um sýn þátttakenda af sjálfum sér, eins og að
upplifa sig aldrei vera nóg, finna ekki fyrir öryggistilfinningu
eða finna fyrir stöðugri reiði. Ekki hafði verið unnið úr
tilfinningunum og því höfðu þær sest að í líkamanum og
þróast í veikindi. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að streita hefur
UMFJÖLLUN UM NIÐURSTÖÐUR
Dáleiðslumeðferðin bætti svefn hjá þeim þátttakendum sem
áttu í erfiðleikum með svefn. Magna átti orðið mjög erfitt með
að sofa þar sem hún endurupplifði áfallið við það að reyna að
sofna og fannst þá eins og hún væri að kafna. Eftir dáleiðsluna
sagðist hún eiga betra með að sofna.
Hjá þremur þátttakendum var ástæða þess að leita sér
aðstoðar með dáleiðslumeðferð erfiðar endurminningar
og martraðir sem kölluðu fram sterkar tilfinningar. Eftir
dáleiðslumeðferðina birtust endurminningarnar ekki lengur
ósjálfrátt, og tilfinningarnar sem fylgdu virtust ekki koma upp
ef þeir hugsuðu meðvitað til þessara minninga, eins og Ása
sagði: „Mér fannst þetta skila mestum árangri með það ... færa
þessa minningu yfir á einhvern annan stað. Þannig að þú sért
ekki með þetta einhvern veginn eins og í enninu allan tímann,
sko.“ Tinna hefur hvorki fundið fyrir endurupplifunum né
martröðum eftir meðferðina.
Þátttakendur greindu frá góðum árangri við að vinna úr
ýmsum erfiðum tilfinningum. Tinna sagði t.d. að óttinn,
sem hún hefði haft, hefði verið tíu á kvarðanum núll til tíu
en farið niður í tvo til þrjá eftir dáleiðslumeðferðina. Hún
gat því gengið varkár aftur yfir gangbrautir en hafði forðast
það alfarið eftir að hún varð fyrir bíl. Hrafn lýsti svipuðum
framförum hjá sér með reiðina: „Reiðin yfirtók allt saman, var
konstant, núna er það eiginlega farið, ég hef frið í hjartanu.“
Bætt samskipti og betri stjórn á tilfinningum voru einnig
árangur sem þátttakendur upplifðu. Þau upplifðu meiri
hugarró sem kom meðal annars fram í betri samskiptum og
lífsgæðum. Auk þess reyndist dáleiðslumeðferðin góð leið til
að efla sjálfstraustið. Hjá Ídu hafði það tekið mjög miklum
breytingum sem hafði þau áhrif að hún var farin að láta ýmsa
drauma rætast sem hún hafði ekki haft trú á að hún gæti gert.
Breytingunum lýsti hún á eftirfarandi hátt: „Frá því að trúa
ekkert á sjálfa mig þá trúi ég núna 100% á sjálfa mig.“