Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 91

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 91
Með því að skilja betur viðhorf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra er hægt að hafa áhrif á áframhaldandi þróun fjölskylduhjúkrunar á SAk. Út frá niðurstöðunum má ætla að fjölskylduhjúkrun hafi fest sig í sessi á SAk. Niðurstöður gefa til kynna að kennsluefni og útfærslu kennslunnar megi bæta þar sem viðhorf breyttist ekki eftir námskeið í fjölskylduhjúkrun eða á meðan á innleiðingarferlinu stóð. Jafnframt er nauðsynlegt að gera rannsóknir hjá sjúklingum og aðstandendum á upplifun á veittri fjölskylduhjúkrun. Símenntun HA í samstarfi við Heilbrigðisvísindasvið HA og SAk héldu vinnustofu, fræðsla og hagnýtar æfingar, í fjölskylduhjúkrun í október 2018 með dr. Janice M. Bell og dr. Lorraine M. Wright. Með stuðningi stjórnenda SAk tóku tengiliðir fjölskylduhjúkrunar þátt í vinnustofunni sem reyndist þeim mikil hvatning til að efla sig og samstarfsmenn sína í fjölskylduhjúkrun. Stefnt er að annarri vinnustofu með dr. Lorraine M. Wright haustið 2021, þegar færi gefst fyrir heimsfaraldri COVID-19, til að viðhalda þekkingu í fjölskylduhjúkrun á SAk. Höfundar vilja þakka þátttakendum rannsóknar, tengiliðum fjölskylduhjúkrunar og forstöðuhjúkrunarfræðingum á SAk fyrir ómetanlegan stuðning og aðstoð við gagnasöfnun. SAk og HSA fá þakkir fyrir stuðning við rannsakendur meðan á rannsókn stóð. Jafnframt er fagráði fjölskylduhjúkrunar á Landspítala og HHA þakkað fyrir samstarf sem m.a. fól í sér faglegan stuðning og aðgengi að þekkingargrunni í fjölskylduhjúkrun. Loks vilja rannsakendur þakka B-vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir veitta rannsóknarstyrki í meistararannsóknum Áslaugar Felixdóttur og Gunnhildar Óskar Sæbjörnsdóttur við Háskólann á Akureyri. Gunnhildur Ósk Sæbjörnsdóttir fær bestu þakkir fyrir leyfi til birtingar úr meistararitgerð hennar. ÁLYKTUN ÞAKKARORÐ Rannsóknarniðurstöður benda til þess að hjúkrunarfræðingar sem hafa fengið kennslu og þjálfun í fjölskylduhjúkrun hafa jákvæðara viðhorf til fjölskylduhjúkrunar og eru frekar tilbúnir að beita henni í klínískri vinnu (Sigurdardottir o.fl., 2015). Það eru sambærilegar niðurstöður og í rannsókn á geðsviði Landspítala þar sem hjúkrunarfræðingar töldu fjölskyldu síður byrði eftir að hafa tekið þátt í námskeiði í fjölskylduhjúkrun (Sveinbjarnardottir o.fl., 2011). Tímaskortur, aðstöðuleysi, álag, stuttur legutími og að of margir sjúklingar væru í umsjón hvers hjúkrunarfræðings var nefnt sem hindrandi þættir í eigindlega hlutanum og samræmist það niðurstöðum Gusdal og félaga (2017), Luttik og félaga (2017) og Sveinbjarnadottir og félaga (2011). Allt eru þetta mjög þekktir þættir í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga í tengslum við innleiðingu nýrra starfshátta. Meginniðurstaðan varðandi hvaða hvetjandi ávinning hjúkrunarfræðingar á SAk töldu fólginn í því að veita fjölskylduhjúkrun, töldu þeir vera árangursríkari samskipti og samvinnu við aðstandendur. Fjölskyldan nær að aðlagast veikindum og fær fræðslu um sjúkdóminn og getur þannig borið fyrr kennsl á versnandi einkenni, gripið fyrr inn í sjúkdómsástand sem getur dregið úr endurinnlögnum (Gusdal o.fl., 2017). Í þriðju eigindlegu spurningunni voru þátttakendur beðnir um að lýsa hvernig þeir hefðu unnið með fjölskyldum á sinni deild í síðustu viku. Niðurstöður sýndu að langoftast unnuhjúkrunarfræðingar og ljósmæður á SAk með vitsmunalega þætti fjölskylduvirkni, en í gegnum tíðina hefur verið lögð mikil áhersla á fræðsluhlutverk hjúkrunarfræðinga. Sóknarfærin geta legið í að þjálfa hjúkrunarfræðinga í tilfinninga- og atferlisþáttunum en þeir voru notaðir í mun minna mæli. Mikilvægt er að greina þarfir sjúklinga og fjölskyldna þeirra á hverjum tíma, t.a.m. hvort einstaklingar séu móttækilegir fyrir fræðslu eða hvort stuðningur eigi að vera í forgangi. Á fjölskyldufundi getur verið unnið með eitt virknisvið fjölskyldu, tvö eða öll samtímis (Shajani og Snell, 2019). Fjölskyldan hefur umtalsverð áhrif á heilbrigði og vellíðan einstaklinganna innan hennar. Með því að hafa stefnu um að veita fjölskylduhjúkrun á SAk eru stjórnendur að leggja áherslu á og staðfesta mikilvægi fjölskylduhjúkrunar. Takmarkanir rannsóknar Veikleikar rannsóknarinnar voru að sumir þátttakendur luku ekki við að svara spurningarlistanum og aðrir merktu í tvo svarmöguleika en það ógilti svör þeirra við tilteknum spurningum. Þar með fækkaði þátttakendum í ákveðnum spurningum og því var ekki unnt að nota alla spurningalista til fulls. Innri áreiðanleiki spurningalistans reyndist í heild sinni góður (0,846) en einn þáttur skar sig sérstaklega úr en það var fjölskyldan sem byrði (0,511). Þann þátt má líta á sem einn af veikleikum rannsóknarinnar því æskilegt er að innri áreiðanleiki sé ≥ 0,7. Höfundar FINC-NA hafa gert umbætur á spurningalistanum, m.a. hefur svarmöguleikum fjölgað þannig að hlutlaus möguleiki er í boði (Saveman o.fl., 2011). Með nýja spurningalistanum hefði ef til vill verið hægt að ná hærri innri áreiðanleika. Það hefði aftur á móti komið í veg fyrir að hægt væri að bera saman niðurstöður þessarar rannsóknar við fyrri rannsóknir sem stuðst hafa við eldri útgáfu spurningalistans. Enginn samanburðarhópur var í rannsókninni og veikir það rök gagnvart áhrifum íhlutunar. Allir tengiliðir innleiðingardeildanna fengu sömu kennslu og leiðbeiningar í upphafi verkefnisins, það var gert til þess að samræma kennslu tengiliða á öllum deildum. Ef til vill hafði það áhrif á innri áreiðanleika íhlutunar að ekki kenndu sömu leiðbeinendur námskeiðin á innleiðingardeildunum því það hefði að öllum líkindum styrkt íhlutun rannsóknarinnar. Styrkur rannsóknarinnar felst í góðu svarhlutfalli þátttakenda, reglulegum fundum og samráði tengiliða til að tryggja áreiðanleika íhlutunar og notuð voru áreiðanleg og réttmæt mælitæki sem hafa verið notuð og forprófuð víða í íslensku heilbrigðiskerfi. Ritrýnd grein | Scientific paper 2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.