Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Side 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Side 16
16 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 99. árg. 2023 að starf framkvæmdastjóra hjúkrunar væri óþarft og það hefði eflaust verið lagt niður ef það hefði ekki verið bundið í lög. Framkvæmdastjóri hjúkrunar er ekki beinn yfirmaður hjúkrunar á Landspítala og hefur það óneitanlega áhrif á umboð hans og áhrif. Þegar ég tók við starfinu hafði ég ekki nein verkfæri til þess að hafa áhrif á hjúkrun. Þetta hefur breyst með árunum og ég hef lagt mig fram um að auka vægi framkvæmdastjóra hjúkrunar gagnvart hjúkrun. Mikilvægustu verkfærin sem framkvæmdastjóri hjúkrunar hefur haft til að hafa áhrif á hvernig hjúkrun þróast, er í gegnum menntun og starfsþróun og gæða- og umbótastarf sem ég hef lagt mjög mikla áherslu á að efla og styrkja með frábæru fólki. Ég var í mínu starfi ekki yfirmaður hjúkrunar og gat því oft ekki sinnt hjúkrunarfræðingum sem til mín leituðu með ýmis mál. Það er flókið að hafa ekki formlega valdið heldur þurfa alltaf að vinna með þetta óformlega vald. Ég hefði, eftir á að hyggja, viljað hafa meiri raunveruleg áhrif á það sem var að gerast í hjúkrun, miðla því og vera sýnilegri sem leiðtogi. Byggt á þessari reynslu finnst mér að til framtíðar þurfi að styrkja enn frekar stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar og veita honum skýrara umboð til að axla raunverulega ábyrgð á hjúkrun á Landspítala.“ Hættulegt viðhorf Sigríður segir mikilvægt að hjúkrunarfræðingar séu sýnilegir leiðtogar, það sé mjög mikilvægt að þeir séu hafðir með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar um þróun í heilbrigðisþjónustu svo þeirra mikilvæga sjónarhorn vanti ekki. „Mér hefur til að mynda ekki þótt það tekið nægilega alvarlega að fyrirsjáanlegt var að skortur yrði á hjúkrunarfræðingum á Íslandi eins og alls staðar annars staðar í heiminum. Það virðist enn eima eftir af þeirri hugmynd að hægt sé að fá „góðar konur“ til að hugsa um veikt fólk, hvort sem það er á sjúkrahúsum, öðrum heilbrigðisstofnunum, heima eða í öldrunarþjónustu. Iðulega hef ég verið spurð að því hvort ekki sé hægt að fela öðrum verkefni hjúkrunarfræðinga, hvort námið þeirra sé ekki of langt og þar fram eftir götunum. Þetta er viðhorf sem loðir við og er hættulegt, ekki bara fyrir hjúkrunarfræðinga sem stétt, heldur ekki síður fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið í heild sinni.“ Hún rifjar í þessu samhengi upp samtal sem hún átti snemma á sínum ferli þegar hún sat fund með þáverandi landlækni í vitna viðurvist. „Verið var að ræða yfirvofandi skort á hjúkrunarfræðingum og landlæknir segir þá að þegar hann hafi starfað sem læknir í heilbrigðisþjónustu hafi hjúkrunarfræðingar aðallega verið í því að bursta tennur og greiða hár og að hann vissi ekki betur en að þeir væru enn að því. Ég gleymi þessu aldrei, vanþekkingin og fordómarnir í garð hjúkrunarfræðinga voru yfirþyrmandi. Þarna talaði einn helsti áhrifamaður í íslenskri heilbrigðisþjónustu og ráðgjafi ráðamanna. En þann tíma sem ég var framkvæmdastjóri hjúkrunar varð ég vör við þetta viðhorf og þau öfl sem halda hjúkrun niðri. Þó svo að þetta sé alls ekki lýsandi fyrir viðhorf læknastéttarinnar þá hefur mér þótt þessi viðhorf eiga of greiðan aðgang í stjórnsýsluna og pólítíkina. Hjúkrunarfræðingar hafa til dæmis ekki samið um sín kjör í mörg ár. Það er talað niður til hjúkrunarfræðinga og ég skynja þetta viðhorf að hjúkrunarfræðingar eigi bara að mæta í vinnuna og skila sínu. Fólk hefur líka mjög Viðtal Sigríður, ásamt eiginmanni sínum Magnúsi Haraldssyni, á gönguskíðanámskeiði á Ísafirði, myndina tók Óskar Páll Sveinsson.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.