Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 22
22 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1 . tbl. 99. árg. 2023 Vandasöm og viðkvæm hjúkrun Dóra Halldórsdóttir útskrifaðist sem ljósmóðir frá Ljósmæðraskóla Íslands árið 1978 og lauk BSc-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1982. Dóra er hjúkrunarfræðingur á blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG Landspítala og hefur starfað við hjúkrun deyjandi og krabbameinssjúklinga frá árinu 1989 en áður starfaði hún við heimahjúkrun í Gautaborg. Dóra segir að áhuginn á að hjúkra krabbameinssjúklingum hafi kviknaði strax ljósmóðurnáminu og óhætt er að segja að hún hafi verið leiðandi í líknarhjúkrun hérlendis en hún var deildarstjóri líknardeildar í 11 ár. Við fengum Dóru til að koma í viðtal eitt síðdegið og komum okkur vel fyrir í Sigríðarstofu, sem heitir eftir fyrsta formanni félagsins, því andrúmsloftið þar inni er sérlega notalegt. Yfir rjúkandi kaffi og konfektmolum hefst spjall okkar um ækuár Dóru. „Ég er fædd árið 1956 og var alin upp í Reykjavík af einstæðri móður, mamma vann sem þjónustustúlka hjá efnaðri kaupmannsfjölskyldu og þegar ég fæddist var fjölskyldan Dóra Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hefur hjúkrað deyjandi í rúm 30 ár „Fæðing og lífslok eru mikilvægustu stundir í lífi fjölskyldu og það að vera til staðar er það mikilvægasta í báðum tilfellum …“ akkúrat í siglingu. Mamma fékk því frí frá vinnu fyrstu sex vikurnar eftir að ég fæddist. Á þessum tíma bjuggum við mamma með systur hennar sem var fötluð og sú passaði mig þegar mamma fór aftur að vinna. Mamma fór síðan að vinna á barnaheimilinu Laufásborg og við mæðgur bjuggum þá saman í einu herbergi í húsnæði leikskólans. Ég fékk svo mislinga, en mamma þurfti samt að vinna og þá kíkti starfsfólkið bara reglulega inn um skráargatið á hurðinni til að fylgjast með mér, ef ég var róleg var ég í lagi ein þarna inni,“ segir Dóra og brosir enda hljómar það út í hött í dag að skilja tveggja ára lasið barn eitt eftir inni í herbergi. Fyrsta verknámið hafði mikil áhrif á framhaldið Við vendum kvæði okkar í kross og mig langar að vita hvers vegna Dóra hafi upphaflega valið að fara í ljósmóðurnám? „Ég ætlaði mér alltaf að fara í líffræði en sá auglýsingu um umsókn fyrir ljósmæðranám. Mér fannst svo spennandi fög í ljósmæðranáminu að ég sló til og sótti um án þess að velta því of mikið fyrir mér. Ég og vinkona mín vorum stúdentar þá um vorið og okkur langaði til Noregs að vinna um sumarið eins og svo margar stelpur á okkar aldri á þessum tíma. Við Viðtal: Sigríður Elín Ásmundsdóttir | Myndir: Þorkell Þorkelsson og úr einkasafni Viðtal

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.