Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Side 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Side 26
26 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1 . tbl. 99. árg. 2023 Með hæstu einkunn í sögu deildarinnar Þú varst áberandi í fjölmiðlum fyrir framúrskarandi námsárangur, kom þessi mikla fjölmiðlaathygli þér á óvart? Já, virkilega. Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en maður á markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að mæta í útvarpsviðtal. Ég hafði verið á næturvakt nóttina áður, vaknaði seinnipartinn og sá þá fjögur ósvöruð símtöl á símanum mínum úr síma- númeri sem ég kannaðist ekkert við. Ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir og hringdi því strax til baka og fékk þá þær fréttir að ég hefði verið með hæstu einkunn frá upphafi frá Hjúkrunarfræðideild HÍ. Síðan hafa þónokkrir fjölmiðlar haft Kristófer Kristófersson, viðskipta-, markaðs-, og hjúkrunarfræðingur, brautskráðist frá Háskóla Íslands með hæstu einkunn í sögu Hjúkrunar- fræðideildar skólans, eða 9,71 í meðaleinkunn. Auk þess kláraði hann námið á þremur og hálfu ári í stað fjögurra. Fjölmiðlar fóru á flug og fengu Kristófer til að koma í viðtöl og Tímarit hjúkrunarfræðinga varð líka að heyra í þessum nýútskrifaða hjúkrunar- fræðingi sem fannst alveg sjálfsagt að koma í spjall. Kristófer er hógværðin uppmáluð, hann vill ekki gera mikið úr námsárangri sínum og játar að hafa hvorki lesið né hlustað á þau viðtöl sem fjölmiðlar hafa tekið við hann á síðustu dögum. Hann segist samt hafa velt því fyrir sér hvort kyn hans hafi haft áhrif á áhuga fjölmiðla og hvort kona sem hefði náð sama framúrskarandi árangri hefði fengið sömu fjölmiðlaathygli. Kristófer Kristófersson segir að hugsunarhátturinn þurfi að breytast Viðtal: Sigríður Elín Ásmundsdóttir | Myndir: Björn Gíslason og úr einkasafni Viðtal samband við mig en ég verð að játa að ég hef ekki lesið eða hlustað á neitt af þessum viðtölum við mig. Ég treysti bara mínum nánustu til að segja mér hvernig þetta kom út og vona það besta. Hefur þú alla tíð verið afburðanámsmaður? Ég held ég hafi aldrei verið vitlaus en ég var ekkert allt of duglegur að sinna náminu í grunnskóla eða á fyrsta árinu í MR. Það var smá sjokk að fara í MR því það var fyrst þá sem ég fattaði að ég þyrfti aðeins að hafa fyrir þessu og ég játa alveg að ég var ekkert allt of langt frá því að falla í nokkrum áföngum. Eftir fyrstu tvö árin í menntaskóla fann ég löngun til að leggja meira á mig og þá fór mér að ganga betur. Heldur þú að þú hefðir fengið sömu fjölmiðlaathygli ef þú værir kona að útskrifast úr hjúkrun með hæstu meðaleinkunn sem gefin hefur verið? Ég hef satt að segja velt því fyrir mér og borið þessa spurningu upp við samstarfsfólk mitt og við rætt þetta opinskátt. Það er engin leið að vita það og ég hef velt því fyrir mér hvort þessi mikla athygli sé tilkomin vegna þess að ég er karlmaður eða vegna þess að ég hef farið óhefðbundna leið á mínum námsferli. Fólki finnst áhugavert að ég hafi tekið tvö ár í læknisfræði, svo klárað tvær háskólagráður og eftir nokkur ár á vinnumarkaði ákveðið að læra hjúkrunarfræði. En já þetta er góð spurning og það væri áhugavert að vita hvað veldur þessum áhuga. Hvað tekur við núna eftir útskrift? Ég ætla bara að njóta þess að vera búinn með þennan áfanga og að þurfa ekki sífellt að hugsa um næsta verkefni. Maður verður líka að gefa sér tíma til að staldra við, vera ekki alltaf að stefna að einhverju, reyna heldur að vera sáttur í eigin skinni í núinu og vera sáttur þar sem maður er. Starf mitt í

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.