Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Síða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Síða 31
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 31 Umfjöllun Tugir þúsunda sagt skilið við fagið Í skýrslunni Valuing Nursing in the UK sem RCN gaf út í febrúar kemur fram að tugir þúsunda hjúkrunarfræðinga hafi sagt skilið við fagið og þúsundir til viðbótar séu að íhuga slíkt hið sama. Ástæðan fyrir þessum fordæmalausa flótta úr faginu séu launakjörin, sem dugi ekki fyrir framfærslu, og álagsins sem valdi því að margir hjúkrunarfræðingar fari heim úr vinnu ósáttir við þjónustuna sem veitt var yfir daginn. Segir í skýrslunni að áhrifin gætu orðið skelfileg fyrir sjúklinga og bresku þjóðina í heild. Samkvæmt könnun RCN frá árinu 2021 kemur í ljós að meira en helmingur hjúkrunarfræðinga sem tóku þátt í könnuninni eru að íhuga að hætta störfum eða eru þegar að undirbúa að hætta störfum. Þegar spurt var um ástæðurnar sögðu 70% að þeirra starf væri ekki metið sem skyldi, 61% sögðu álagið hreinlega of mikið, þar á eftir komu laun, skortur á stuðningi frá stjórnendum og starfsaðstæður. Hægt er að gera úrbætur og er það meðal annars verkefni stjórnvalda. Í fyrsta lagi að bæta kjör hjúkrunarfræðinga sem í dag séu um 20% lakari en árið 2010 að raunvirði. Í öðru lagi að gera raunverulega áætlun um fjölgun hjúkrunarfræðinga og hvernig á að halda þeim í starfi. Í þriðja lagi að láta gera sjálfstætt mat á því hversu mörgum heilbrigðisstarfsmönnum þörf sé á og hvar þörfin sé mest. Í fjórða lagi að það sé á ábyrgð ráðherra að tryggja framboð hjúkrunarfræðinga. Aðrar úrbætur snúa að einstaka stofnunum, það sé á þeirra ábyrgð að tryggja símenntun, betri starfsaðstæður og vinna að úrbótum til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. „Tími til kominn að borga hjúkrunarfræðingum sanngjörn laun“ eru skilaboðin á skilti þessa hjúkrunarfræðings. Frá verkfallsverði hjúkrunarfræðinga í desember. Pat Cullen, framkvæmdastjóri RCN, er fyrir miðju í drapplituðu kápunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.