Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 73

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 73
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 73 inn á legudeild nokkrum dögum fyrir aðgerð til að gera undirbúningsskoðun og rannsóknir, fá viðeigandi fræðslu og tryggja að þeir væru fastandi fyrir aðgerð. Í dag fá þeir sem ekki eru metnir í sérstökum áhættuhópum undirbúning og fræðslu að miklu leyti gegnum símtöl og fjarþjónustu (m.a. gegnum Heilsuveru). Ef um áhættuhóp er að ræða fer undirbúningur fram á göngudeild en afar sjaldgæft er að sjúklingar séu lagðir inn til undirbúnings fyrir aðgerðir. Flestar göngudeildir spítalans taka á móti stórum sjúklingahópum sem fá þjónustu frá þverfaglegum teymum. Þróunin hefur verið sú að á göngudeildum hefur teymisvinna aukist mikið og þjónusta hjúkrunarfræðinga er stór þáttur í starfi flestra göngudeilda. Stærstur hluti skjólstæðinga Landspítala eru einstaklingar með langvinna flókna sjúkdóma sem hafa þörf fyrir sértæka markvissa aðstoð. Hjúkrunarfræðingar með sérfræðingsleyfi hafa því á undanförnum árum stofnað og rekið afar mikilvægar göngudeildir eða veitt sértækar hjúkrunarmeðferðir í teymisvinnu fyrir fólk með langvinna sjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Þessar deildir hafa margar hverjar sýnt fram á afar góðan árangur af þjónustunni og má þar nefna göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnasjúkdóma sem hefur um árabil aðallega sinnt sjúklingum með langvinna lungnateppu og nú síðustu ár einnig fólki sem þarf öndunarstuðning með heimaöndunarvélum á að halda. Hvorutveggja hefur gert sjúklingum kleift að búa lengur heima og hefur dregið úr innlögnum á sjúkrahús (Ingadottir, T.S. & Jonsdottir, H., 2010; Jonsdottir, H & Ingadottir, T.S., 2011). Nefna mætti fjölmörg dæmi um þróun göngudeildarþjónustu og er eitt þeirra göngudeild barna með sykursýki sem hefur starfað um árabil á Barnaspítala Hringsins. Þar hefur verið þróuð hjúkrunarþjónusta og þverfagleg teymisvinna sem hefur leitt til eftirtektarverðs árangurs í bættri sykurstjórnun barna og ungmenna með sykursýki (Konráðsdottir, E & Svavarsdóttir, E.K., 2011). Með aukinni tækniþróun á undanförnum árum sem náði nýjum hæðum í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 varð mikil aukning í tölvusamskiptum við sjúklinga og fjarþjónustu sem m.a. fól í sér meðferð gegnum einstaklingsfundi og/ Mynd 5. Þróun þjónustu við sjúklinga utan legudeilda á Landspítala 2015-2022. eða hópfundi án þess að sjúklingar mættu í eigin persónu á göngudeildir. Þróun samskiptavefsins Heilsuveru hefur einnig gert það mögulegt að senda sjúklingum fræðsluefni og ýmis matstæki og spurningalista á öruggan hátt. Þessi þróun heldur áfram og hafa hjúkrunarfræðingar haft frumkvæði við að nýta sér öruggar tæknilausnir í samskiptum við sjúklinga. Þar má til dæmis nefna Krabbameinsgáttina sem er rafræn heilbrigðisþjónusta þróuð til þess að styðja betur við sjúklinga í krabbameinsmeðferð. Umræður Þær miklu lýðfræðilegu breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi á undanförnum árum og fyrirsjáanlegt er að muni halda áfram hafa veruleg áhrif á eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu og þá ekki síst hjúkrun. Eins og fram kemur í þessari grein hefur hjúkrunarþyngd sjúklinga á legudeildum aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og tilfærsla hefur orðið á því hvar sjúklingum er veitt þjónusta. Þeir sjúklingar sem eru bráðveikir og með flóknustu þarfirnar eru inniliggjandi á legudeildum og er umönnun slíkra sjúklinga flókin og krefst bæði mikillar þekkingar og hæfni hjúkrunarfræðinga. Þar sem legudögum hefur ekki fjölgað til samræmis við mannfjöldaþróun þá má færa rök fyrir því að þeir sjúklingar sem áður fengu þjónustu í innlögn fái nú stærstan hluta heilbrigðisþjónustu á dag- og göngudeildum og í fjarheilbrigðisþjónustu. Í þessari grein er ekki gerð greining á tilfærslu þyngri og flóknari sjúklinga á önnur þjónustustig í heilbrigðiskerfinu, á aðrar sjúkrastofnanir, í heilsugæslu, í heimahús og á hjúkrunarheimili. Þó má leiða að því líkum að á öllum þessum stigum séu sjúklingar veikari og með flóknari hjúkrunarþarfir. Það að hafa réttmætar og áreiðanlegar mælingar á hjúkrunarþyngd og hjúkrunarálagi er afar hjálplegt þegar kemur að því að skipuleggja þjónustu og mönnun hennar. Breytingar á starfsumhverfi og verkefnum hjúkrunarfræðinga á Landspítala á árunum 2005-2019 427.369 59.536 486.905 449.384 76.116 525.500 460.959 89.987 550.946455.457 107.654 563.111466.451 121.845 588.296 417.885 173.774 591.659455.780 174.452 630.232 442.623 170.777 613.400 0 100.000 200.000 300.000 400.000 500.000 600.000 700.000 Komur á dag- og göngudeildir og bráðamóttökur Símtöl/tölvupóstur ofl. Alls

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.