Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 83
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 83
Ritrýnd grein | Peer review
Niðurstöður sýna að samviskubit og erfiðleikar við
að samræma vinnu og fjölskyldu hafa áhrif á líðan og
endurkomu stjórnenda eftir fæðingarorlof. Þættir sem
geta reynst gagnlegir til að vinna gegn togstreitu milli
vinnu og fjölskyldulífs eru meðal annars stuðningur í starfi,
sveigjanlegur vinnutími, nýting á styttingu vinnuvikunnar
og vilyrði til að vinna tímabundið heima til að brúa
umönnunarbilið. Stuðningur næsta yfirmanns getur haft
afgerandi áhrif á ætlun og getu stjórnanda til að halda áfram í
sama starfi og þarf sérstaklega að huga að nýjum stjórnendum
með stuðningi á borð við handleiðslu, stuðning jafningja
og tækifæri til að eflast í starfi. Til að móta heildstæða
mynd af þáttum sem stuðla að árangursríkri endurkomu
hjúkrunarstjórnenda er þörf á áframhaldandi rannsóknum á
reynslu þeirra af meðgöngu, fæðingarorlofi og endurkomu í
Niðurstöður rannsóknarirnnar skapa nýja þekkingu um
reynslu hjúkrunarstjórnenda, af endurkomu til vinnu eftir
fæðingarorlof, en sambærileg rannsókn hefur ekki verið
gerð hérlendis. Mögulegur veikileiki er að auglýst var eftir
þátttakendum fyrir rannsóknina á samfélagsmiðlum en sú
aðferð getur verið útilokandi fyrir þau sem eru ekki eða lítið
virk á þeim vettvangi.
ÁLYKTANIR
STYRKUR OG TAKMARKANIR
RANNSÓKNAR
þáttum sem gerðu álagsstarfið þess virði og voru það allt
lykilþættir innri starfshvatar, sem rannsóknir hafa sýnt að eru
veigamikil atriði þegar kemur að því hvort hjúkrunarfræðingur
helst í starfi eða ekki (Zeng o.fl., 2022).
Reynsla hjúkrunarstjórnendanna gaf sterklega til kynna
samviskubit gagnvart bæði vinnu og fjölskyldu og samræmist
það niðurstöðum rannsóknar Júlíusdóttur o.fl. (2018). Líklegt
er að hér sé að verki sú hugræna byrði sem konur bera fram
yfir karla (Robertson o.fl., 2019) auk samlegðaráhrifa við
stjórnendahlutverkið og kynjaðan veruleika (Bernhardt og
Bünning, 2021). Meðal þátta sem gagnast til að vinna gegn
samviskubiti vinnandi mæðra eru aðgengileg barnagæsla,
frítími utan launaðrar vinnu og aukin þátttaka feðra við
umönnun barna (Collins, 2021). Þessir þættir eru nú þegar í
þróun hér á landi og má meðal annars nefna óframseljanlegan
rétt feðra til fæðingarorlofs (Ásdís A. Arnalds o.fl., 2021), sem
hefur stuðlað að aukinni þátttöku þeirra í umönnun barna
(Andrea Hjálmsdóttir og Marta Einarsdóttir, 2019). Miðað
við reynslu stjórnendanna má sjá að vissulega eru tækifæri
til frekari úrbóta í kringum hið svokallaða umönnunarbil,
sem er tíminn frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til
barn byrjar í leikskóla. Er þetta þekkt ákall meðal íslenskra
foreldra (Andrea Hjálmsdóttir og Marta Einarsdóttir, 2019).
Stytting vinnuvikunnar í allt að 36 stundir á viku samkvæmt
kjarasamningum er tilraun til að gera samþættingu vinnu og
fjölskyldulífs auðveldari (Fjármála- og efnahagsráðuneytið,
e.d.) og myndi hér einnig falla inn sem hjálplegur þáttur
ef stjórnendur gætu raunverulega nýtt sér hann, sem er
annað en kom fram í niðurstöðum. Er það verðugt verkefni
mannauðsstjórnenda að gera stjórnendum kleift að nýta
styttingu vinnuvikunnar.
Áberandi var hvernig þroski stjórnandans í starfi hafði áhrif á
hversu farsæl endurkoman var. Eiginleikar eins og sjálfsöryggi
í starfi, getan til að setja mörk og reynsla af stjórnun virtust
vega þungt, sem samræmist því að trú á eigin getu (Kalkan,
2020), virkni og áhrif í starfi (Nielsen og Marrone, 2018), og það
að búa yfir bjargráðum til að takast á við streitu (Sandra Sif
Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir, 2020) eru þættir sem
auka vellíðan í starfi. Ljóst er að tækifæri til að læra og eflast í
starfi geta verið mikilvæg til að stuðla að góðri endurkomu.
Sérstakar þakkir fá hjúkrunarstjórnendurnir sem voru tilbúnar
til þess að deila reynslu sinni við gerð þessarar rannsóknar.
Einnig fær Janus endurhæfing þakkir fyrir sveigjanleika og
afnot á aðstöðu við framkvæmd rannsóknarinnar og Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir veittan styrk.
ÞAKKIR
vinnu. Áhugavert væri að kanna hvort skipulaður stuðningur
næsta yfirmanns fyrstu mánuðina eftir endurkomu hefði
áhrif á reynslu hjúkrunarstjórnenda af endukomu eftir
fæðingarorlof.