Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 86

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 86
Að rannsaka reynslu nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga af fyrstu árunum í starfi með áherslu á áform þeirra um að hætta í starfi og væntingar þeirra til hjúkrunarstjórnenda. Í þessari fyrirbærafræðilegu rannsókn var gögnum safnað með opnum viðtölum við 12 hjúkrunarfræðinga sem útskrifuðust með BS-gráðu í hjúkrunarfræði á árunum 2016-2020, átta konur og fjóra karlmenn. Tekin voru 1-2 viðtöl við hvern þátttakanda, alls 16 viðtöl. Yfirþema rannsóknarinnar er svo átti maður bara að vera tilbúinn, sem lýsir reynslu þátttakenda af því að finnast gerðar óraunhæfar kröfur til þeirra miðað við starfsreynslu. Þeir upplifðu að stuðningur væri ekki nógu markviss né einstaklingsmiðaður, að stuðningsleysi dragi úr starfsánægju og að samskipti hefðu tilhneigingu til að versna þegar álag væri mikið. Þátttakendum fannst erfitt að aðskilja vinnu og einkalíf og fundu þegar fyrir neikvæðum áhrifum streitu og starfstengds álags svo sem verkjavandamálum, skertum svefngæðum, síþreytu og jafnvel starfstengdum martröðum. Þrír þátttakendur höfðu þegar kulnað í starfi. Flestir höfðu hugleitt að hætta, sérstaklega þegar álag var mikið og helmingur þátttakenda hafði áform um það. Ástæður sem lágu að baki, auk mikils álags, voru lág laun, framkoma samstarfsfólks, yfirmanna, yfirvalda og samfélagsins, erfiður vinnutími og tilfinning um að vera ekki metinn að verðleikum. Þátttakendur kölluðu eftir því að stjórnendur væru til staðar með reglulegu samtali, góðu utanumhaldi og virkri hlustun, gættu þess að álag og ábyrgð væru í samræmi við reynslu, stuðluðu að starfsþróun og legðu rækt við styrkleika þeirra. Margir töldu að kandídatsár þyrfti að vera í boði fyrir hjúkrunarfræðinga meðan þeir öðluðust öryggi í starfi. Framkoma gagnvart nýútskrifuðum hjúkrunar- fræðingum þarf að endurspegla hversu dýrmætur starfskraftur þeir eru. Mikilvægt er að styðja vel við þá eins lengi og þeir þurfa. Stjórnendur gegna mikilvægu hlutverki í aðlögun, líðan og öryggi í upphafi starfsferils. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Lykilorð: Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, starfstengd streita, stuðningur, hjúkrunarstjórnendur, fyrirbærafræði. Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Hjúkrunarfræðingarnir í rannsókninni upplifðu misræmi á milli væntinga til starfsins og hvernig það var í raun, töldu að stuðningur í upphafi starfs væri ekki fullnægjandi og fundu ekki til öryggis í starfi fyrr en eftir 1-3 ár. Flestir höfðu hugleitt að hætta. Stjórnendur voru taldir gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að öryggi og vellíðan í starfi. Hagnýting: Aukin þekking og dýpri skilningur á reynslu nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga ætti að nýtast hjúkrunarstjórnendum til að stuðla að vellíðan þeirra í starfi á meðan aðlögun stendur, með því að veita þann stuðning, utanumhald og hvatningu sem þeir þarfnast. Þekking: Niðurstöður dýpka þekkingu á reynslu nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga á Íslandi og gefa vísbendingar um hvernig stuðla megi að úrbótum á starfsumhverfi þeirra. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Betri innsýn í reynsluheim nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga getur skapað grundvöll fyrir úrbótum á starfsumhverfi þeirra. Vonir eru bundnar við að rannsóknin geti þannig stuðlað að minna brottfalli nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga úr stéttinni. „Svo átti maður bara að vera tilbúinn“: Reynsla hjúkrunar- fræðinga af fyrstu árunum í starfi Ritrýnd grein | Peer review

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.