Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Qupperneq 91

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Qupperneq 91
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 91 Ritrýnd grein | Peer review fyrstu árin: „Við fáum tækifærin til að taka bara endalausa vinnu … ég held að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar … setji kannski líkamlegu og andlegu heilsuna til hliðar því þeir vilja sanna sig og standa sig í djobbinu og taka endalausar aukavaktir“ (Kári). Sumir töldu að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar störfuðu undir óhóflegu álagi því þeir gerðu sér ekki grein fyrir að álagið væri viðvarandi og þeir þyrftu að gæta sín ef þeir ætluðu að starfa við hjúkrun til lengri tíma: Það kom ein og ein vakt og maður var bara: Já já, þetta er nú bara ein vakt sem ég komst ekki í mat og þetta verður betra á morgun. En núna er þetta orðið svona langhlaup og þú ert bara „þetta þýðir ekki“ (Elín). Mikil ábyrgð og hræðsla við að gera mistök hafði neikvæð áhrif á líðan þátttakenda: „Maður er miklu meira búinn á því … af því að maður er alltaf á nálum“ (Unnur). Viðhorf til mistaka á vinnustað gátu haft áhrif á hversu yfirþyrmandi hræðslan var. Björk fann til aukins öryggis eftir að hafa fengið að heyra „hey, við gerum öll mistök“ á meðan Unnur var að brotna undan ábyrgð, en hún hafði slæma reynslu af því að gera mistök í starfi. Mikilvægi stuðnings í upphafi starfs: „Það væri óþægilegt ef ... ég gæti ekki talað við einhvern“ Hjúkrunarfræðingarnir ítrekuðu mikilvægi stuðnings í upphafi starfs og fannst mikilvægt að geta talað við einhvern sem skilur starfið. Þeir upplifðu að stuðningur væri hvorki nógu markviss né einstaklingsmiðaður og að stuðningsleysi dragi úr starfsánægju. Þátttakendur voru sammála um að stuðningur í upphafi starfs hefði þurft að vera markvissari því hann stuðlaði að auknu öryggi: „Þá hugsar maður bara: ég get alveg gert þetta, þetta er ekkert vandamál“ (Teitur). Mikilvægt er að hafa einhvern á vinnustaðnum að leita til „sem skilur hvað maður er að gera og getur endurspeglað“ (Kári), því stundum vantaði þá „smá handleiðslu“ (Brynja). Í sumum tilvikum var ekki viðurkennt að starfið gæti reynst erfitt og starfsfólk þorði ekki að leita sér aðstoðar: „Það vill ekki vera aumingi skilurðu, … maður skammast sín líka fyrir að þurfa að leita eftir [stuðningi] af því að það var svona pínu weak … svo safnast þetta bara upp þegar þetta er aldrei rætt“ (Unnur). Sumir höfðu einhvern reyndari til að leita til meðan aðrir sögðu of mikið álag á vinnustaðnum valda því að reyndara starfsfólk gæfi sér ekki tíma til að leiðbeina þeim óreyndari: „Maður fær samt alveg pirringinn, bara: æi, ég er að sinna mínum sjúklingum, nennirðu aðeins að bjarga þér bara?“ (Alex). Aðrir upplifðu algjört stuðningsleysi: „Ef maður leitaði til fólks þá var einhvern veginn ekki tími til að sinna manni … það olli því að ég fann að mig langaði alls ekki að vinna á sjúkrahúsi“ (Björk). Þau sem fundu fyrir stuðningsleysi upplifðu að þau ættu erfiðara uppdráttar í starfi. Samskipti á vinnustað: : „Við verðum að reyna að vera almennileg við hvert annað“ Hjúkrunarfræðingunum fannst góð samskipti stuðla að aukinni vellíðan í starfi en að samskipti hefðu tilhneigingu til að versna þegar álag var mikið. Þá fannst þeim óheilbrigð stéttaskipting geta valdið vanlíðan í starfi. Samskipti á vinnustað virtust í mörgum tilfellum vera það sem mestu máli skipti þegar kom að líðan í starfi: „Það getur verið mikið álag en samt gott andrúmsloft. En ef það er bæði mikið álag og slæmt andrúmsloft þá dregur það úr manni“ (Daníel). Algengt virtist að samskipti á vinnustað versnuðu eftir því sem álag jókst: „Núna er allt að springa sko og það bitnar á samskiptum“ (Dagný). Unnur varð vitni að því að einn starfsmaður sagði við annan „æi, góða besta, haltu kjafti“ og rökin fyrir því voru: „Deildin var bara á haus, skilurðu og ... allir svo viðkvæmir“. Helmingur þátttakenda upplifði virðingu af hálfu annarra hjúkrunarfræðinga á meðan hinn helmingurinn taldi sig þurfa að vinna sér inn virðingu með tímanum. Dæmi voru um jafnræði á vinnustað en óheilbrigð stéttaskipting var talin valda vanlíðan í starfi: „Það er rosaleg hírarkía á spítalanum þannig að maður upplifir alveg svakalega stéttaskiptingu svona í neikvæðum skilningi. … þetta er ekki ... heilbrigt andrúmsloft ... en maður lendir ekki oft í því kannski sjálfur. Ekki svona eins og konurnar … í þessari hírarkíu þá er auðveldara að vera karlmaður“ (Kári). Það var almenn upplifun þátttakenda að karlmönnum væri almennt sýnd virðing: „Frekar tekið mark á því sem maður segir fram yfir ... einhvern annan reynslumeiri hjúkrunarfræðing sem er kvenkyns“ (Huginn). Þetta átti einnig við um skjólstæðinga: „Ég lendi ekki eins oft í því og kvenkyns kollegar mínir í einhverjum svona mjög erfiðum samskiptum við sjúklinga … ég veit alveg að þær lenda í hlutum sem ég lendi ekki í. ... ég þarf að gera minna fyrir sjúklinga til að vera ... rosalega góður … ég held að þeir geri bara ráð fyrir því að konurnar séu svona móðurlegar og gefi mikið af sér þannig að maður þarf að gera miklu minna til að fá hrós“ (Daníel). Unnur og Björk upplifðu báðar algjört virðingarleysi á sínum vinnustað. Unnur upplifði að hún væri „neðst í goggunarröðinni“ og bætti svo við: „Maður finnur alveg að maður er látinn gera hluti sem aðrir nenna ekki … maður hugsaði að maður ætti það skilið af því að maður væri nýr“. Björk hafði sömu reynslu: „Mér fannst ég bara vera einhvern veginn eins og einn enn skíturinn þarna“. Hún sagði starfi sínu lausu vegna slæmrar framkomu af hálfu samstarfsfélaga. Álag og ábyrgð í starfi: „Fólk hélt ég væri með allt á hreinu“ Þátttakendum fannst að álag og ábyrgð sem þeir bæru væri á við þá vönu sem þeim fannst bitna á gæðum hjúkrunar. Jafnframt fannst þeim erfitt að aðskilja vinnu og einkalíf og fundu þegar fyrir neikvæðum áhrifum mikils vinnuálags á andlega og líkamlega heilsu. Almennt var ætlast til að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar störfuðu undir sama álagi og þeir reynslumeiri: „Þú varst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.