Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 7
INNGANGSORÐ
Ég hef látið tilleiðast að taka að mér ritstjórn Heilbrigðs
lífs í bili. Því er þó ekki þannig varið, að ég telji ekki
aðra til þess hæfari innan hinnar íslenzku læknastéttar.
En þeir, sem helzt komu til greina, færðust einclregið
undan því að taka að sér þetta starf. Hefði enginn fengizt
til þess að sjá um útgáfu tímaritsins, var auðvitað ekki
annars kostur en láta hana falla niður. Þótti mér það
slæmt, þar sem mér er ljóst, að almenningi er umhugað
um að fræðast um heilsuvernd og heilbrigðismál.
Hins vegar var frá niínu sjónarmiði ekki vandalaust
að taka sæti hins fráfallna ritstjóra, Gunnlaugs Claessen
dr. med., þegar tekið er tillit til þess, með hvílíkum ágæt-
um hann leysti þetta starf sitt af hendi, eins og raunar
öll þau verk, sem hann snerti á. En sem sagt, ég hef látið
tilleiðast að taka að mér þetta starf, og auðna má ráða,
hversu fer.
Gert er ráð fyrir, að tímaritið verði með svipuðu sniði
og verið hefur.
Að þessu sinni er þó útgáfunni hagað nokkuð á annan
veg. Öll heftin fjögur koma út í einu iagi. Er það einkum
gert vegna þess, að Rauði kross Islands er 25 ára um
þessar mundir.
Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri, hefur lesið með mér
prófarkir og gefið mér margar mikilsverðar leiðbeiningar.
Fyrir þetta kann ég honum beztu þakkir.
Pdll Sigurðsson.
Heilbrigt li£
5