Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 12
að tekið yrði upp sérstakt merki, rauður kross á hvítum
feldi. Skyldi merkja með því sjúkrahús og aðrar slíkar
stofnanir og flutningatæki á ófriðartímum. Ennfremur áttu
hjúkrunarkonur og annað starfsfólk að nota það.
Þessi samningur var svo undirritaður á fundi, sem hald-
inn var í Genf árið eftir, 1864, af 12 af 16 fulltrúum, sem
þar voru mættir.
Samningur þessi nefnist Genfar samningurinn. Hann
er ennþá í gildi, en hefur verið endurskoðaður, aukinn og
endurbættur.
Genfar samningurinn er nú viðurkenndur af öllum þjóð-
um hins menntaða heims. Því miður hefur hann þó ekki
alltaf verið virtur sem skyldi.
Eins og ég þegar hef drepið á, beindist starf Alþjóða
rauða krossins í fyrstunni eingöngu að því að hjálpa særð-
um og sjúkum hermönnum í ófriði. Þar var þörfin mest
aðkallandi.
Áður en Alþjóða rauði krossinn hóf þetta starf sitt, var
heilbrigðisástandið meðal stríðandi herja mjög bágborið,
stundum blátt áfram hryllilegt. Hjálpin á að vera látin
í té án tillits til þjóðernis, trúarbragða eða litarháttar, og
hvort sem í hlut eiga vinir eða óvinir.
Þegar ófrið ber að höndum einhvers staðar í heiminum,
liggja Rauða kross félögin venjulega ekki á liði sínu.
Meðal annars reyna þau að hjálpa stríðsföngum, sem oft
og tíðum búa við mestu eymdarkjör. Þau hafa milligöngu
um samband við heimkynni herfanganna. Eftir að ófriður
hefur geisað í einhverju landi, er það sjálft og þjóðin, sem
það byggir, tíðast flakandi í sárum. Þá kemur Alþjóða
rauði krossinn til skjalanna og reynir að bæta úr sárustu
neyðinni. Það er stofnað til barnahjálpar, safnað klæðn-
aði, matvælum, lyfjum og hjúkrunargögnum. Slík hjálp
verður sjaldnast metin svo sem verðugt ér. Stundum hefur
Alþjóða rauði krossinn reynt aðrsætta deiluaðilja. Komið
10
Heilbrigt líf