Heilbrigt líf - 01.12.1949, Side 14
að og beinzt jafnframt að friðartíma v'erkefnum, svo sem
heilsuvernd og heilsuþjónustu. Á þann hátt hefur víða
komizt á náin samvinna milli þeirra aðilja, sem eiga að
sjá um opinbera heilsugæzlu, og Rauða kross félaganna.
Þessi samvinna hefur vakið almennan áhuga fyrir því, að
hjálpa þjóðunum til þess að ná hærra stigi heilsufars og
menningar.
B. Stofnun Rauða kross íslands.
Fyrir heimsstyrjöldina fyrri, 1914—1918, og meðan á
henni stóð, gat naumast komið til mála, að unnt væri að
stofna Rauða kross félag á Islandi. Hefði slíku félagi verið
komið á fót hér á landi fyrir 1918, myndi það tæplega hafa
öðlazt réttindi sem sjálfstætt og fullgilt þjóðar Rauða kross
félag, þar sem Island var þá ekki orðið sjálfstætt ríki.
Eftir fyrri heimsstyrjöldina tók Alþjóða rauði kross-
inn að auka starfsemi sína á friðartímum allverulega,
mest fyrir atbeina Sambancls rciuSa kross félaga í París,
(Ligue de la Croix-Rouge).
Núverandi forseti íslands, Sveinn Björnsson, hafði
áhuga fyrir stofnun Rauða kross félags hér á landi og
tók sér fyrir hendur að gangast fyrir stofnun þess. Hann
kynnti sér rækilega starfsemi Alþjóða rauða krossins,
eins og ræða sú, er hann flutti á stofnfundinum, ber vott
um.
Sumarið 1924 sendi Samband rauða kross félaga í París
hingað fulltrúa sinn, Frants G. J. Svendsen yfirlækni í
danska hernum, til þess að undirbúa stofnun Rauða kross
félags á íslandi. Dr. Fr. Svendsen mætti á aðalfundi Lækna-
félags íslands, sem þá var haldinn á Akureyri, og flutti
þar erindi um starfsemi Rauða krossins. Að erindinu
loknu óskaði hann álits lækna um það, hvort ráðlegt mundi
að stofna Rauða kross félag á íslandi. Á læknafundinum
12
Heilbrigt líf