Heilbrigt líf - 01.12.1949, Qupperneq 15
var kosin þriggja manna nefncl til þess að athuga málið.
Þessir læknar hlutu kosningu í nefndina: Guðm. Hannes-
son, Steingr. Matthíasson og Gunnlaugur Claessen. Að
loknum störfum lagði nefndin fram svohljóðandi tillögu:
„Fundurinn þakkar sóma þann, sem Ligue de la Croix-
Rouge sýnir Læknafélagi íslands, með því að senda hingað
fulltrúa sinn, yfirlækni dr. Fr. Svendsen, vill styðja að
því, að vandlega sé athugað, hverjar horfur séu á því, að
stofna ísl, deild af R. K. og kýs því 3ja manna nefnd, til
þess að rannsaka þetta mál í samvinnu við nefnd þá, sem
starfar að því í Reykjavík".
Tillaga þessi var samþykkt í einu hljóði. Kosningu í
nefnd þá, sem ætlazt var til af hálfu Læknafélags fslands,
að hefði samvinnu við nefnd þá, er starfaði í Reykjavík
að stofnun Rauða kross félags, hlutu þessir læknar: Guðm.
Thoroddsen, Steingrímur Matthíasson og Þórður Thorodd-
sen. Stofnfundur Rauða kross íslands var svo haldinn í
Reykjavík 10. desember 1924.
Á þeim fundi var kosin 10 manna bráðabirgðastjórn og
henni falið að bæta við 6 mönnum síðar, til þess að aðal-
stjórn yrði fullskipuð. Var það á fundi bráðabirgðastjórn-
arinnar, sem haldinn var 28. janúar 1925. Á stofnfundin-
um voru ennfremur samþykkt lög fyrir „Rauða kross ís-
lands“. Hér fara á eftir helztu ræðurnar, sem fluttar voru á
stofnfundinum. Ástæða þykir til að birta þær hér, og er
það einkum tvennt, sem því veldur. í fyrsta lagi eru þær
sögulegar heimildir, sem varðveita þarf frá glötun. í öðru
lagi má sjá af þeim, hversu ijósa hugmynd helztu for-
göngumennirnir, sem stóðu að stofnun Rauða kross Islands,
hafa gert sér um starfsemi Rauða krossins í heild.
Heilbrigt líf
13