Heilbrigt líf - 01.12.1949, Qupperneq 16
Ræða Sveins Björnssonar.
Flestir okkar, sem komið höfum til útlanda, munu á
einhvern hátt hafa orðið varir við merkið: rauður kross
á hvítum grunni, hafa séð það á sjúkravögnum, á hand-
legg hjúkrunarkvenna, á spítalabyggingum eða á annan
hátt. Ég geri ráð fyrir því, að sjón þessa merkis hafi snert
góðan streng í hjarta okkar allra, streng miskunnsemi
og lotningar, því að hvar sem þetta merki sést, er verið
að færa meðbræðrum okkar hjálp, óeigingjarna hjálp, í
einhverju formi.
En hér á landi er merki þetta óþekkt enn.
Ég skal nú reyna í fáum dráttum að segja sögu Rauða
krossins.
Svissneskur maður, Henri Dunant, var viðstaddur fólk-
orustuna við Solferino 1859. Honum blöskraði svo þján-
ingar þær, sem særðir og sjúkir menn urðu að líða, að hann
gerðist sjálfboðaliði til að hjúkra særðum og sjúkum, fékk
aðra með sér og gerði mikið gagn.
Á 3. ári eftir orustuna, 1862, skrifar hann svo endur-
minningar sínar um orustuna. Bók þessi vakti mikla eftir-
tekt. Yarð hún tilefni til þess, að fjórir samlandar Dunant
gengu með honum í nefnd, sem nefndist: „Alþjóða rauða
kross nefndin", í þeim tilgangi að sameina allar þjóðir um
að vinna að því, hver í sínu landi, að útbúa hjálparsveitir
á friðartímum til að hjálpa sjúkum og særðum í ófriði,
ennfremur að fá það viðurkennt af öllum þjóðum, að
sjúkir og særðir hermenn séu friðhelgir í orustu og hjálp-
arfólk Rauða krossins sömuleiðis. Þessum tilgangi nefndar-
innar er löngu náð.
Árið eftir, 1864, var haldinn fundur í Genéve, með full-
trúum ýmissa þjóða. Lauk honum með því, að undirskrif-
aður var ,,Genéve-samningurinn“ svonefndi, 22. ágúst
14
Heilbrigt líf