Heilbrigt líf - 01.12.1949, Qupperneq 17
1864, um að bæta kjör særðra manna í ófriði. Við samning
þennan hefur verið aukið og bætt talsverðu síðan, og svo
að segja allar siðaðar þjóðir hafa gengið að honum.
Alþjóðanefndin, sem stofnuð var 1863, starfar enn þann
dag í dag. Hefur mikil blessun leitt af starfi hennar og
starfi Rauða krossins. Skal ég ekki fara nánar út í það.
Það gera þeir, sem nú tala á eftir mér. Aðeins skal ég
nefna, að nefnd þessi fékk friðarverðlaun Nobels árið 1917,
og virtust allir á eitt sáttir um, að það hefði verið mjög
vel til fallið, hvoru megin sem samúðin var með ófriðar-
þjóðunum. Nytsemi nefndarinnar var hafin yfir allar
deilur.
Einhver sú víðtækasta, almennt viðurkenndasta og stór-
kostlegasta mannúðarstarfsemi, sem sögur fara af í heim-
inum og gengur undir nafninu: „Rauði krossinn", var
upprunalega stofnað í þeim tilgangi að bæta böl manna í
ófriði. Síðar, og ekki sízt nú eftir ófriðinn mikla, hefur
Rauða kross starfsemin engu síður látið til sín taka á
friðartímum. Friðarstarfið er nú að verða aðalstarf. —-
Hvar sem hjálpa þarf, ef voða ber að höndum af náttúr-
unnar hendi, slys, ef varna þarf drepsóttum útbreiðslu, ef
bæta þarf heilsu og hollustu, ef rétta þarf hungruðum
brauð, o. s. frv., kemur Rauði krossinn til hjálpar, eftir
því sem hann getur. Ég geymi og læknunum að tala nánar
um það.
Hvert er nú skipulag þessara merkilegu alþjóðasamtaka?
Það er mjög eftirtektarvert, hve lítið af lögboðum og
skipulagi hefur þurft til að mynda þetta bákn alþjóða-
samtaka.
Nefndin í Genéve starfar sem miðstöð allra Rauða kross
félaga í heiminum. Rauði krossinn er í rauninni hópur
þjóðlegra félaga í hverju landi fyrir sig, sem eru hvert
öðru óháð. Nefndin vinnur að stofnun slíkra félaga í öll-
Heilbrigt líf
15