Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 21
Þess vegna og af ýmsum öðrum ástæðum má stofnun
þessa félags, að okkar áliti, ekki dragast lengur.
Ég vil ljúka máli mínu með því að taka það fram, að
það er ekki í samræmi við hugmyndir Rauða krossins að
vilja bola öðrum frá, eða aftra nokkrum í líknarstarfsemi
til aukinnar hollustu. Rauða kross hugmyndirnar fara í
þá átt að hjálpa öðrum.
Ágrip af erindi Guðmundar Thoroddsen.
Ég hef tekið það að mér að segja nokkur orð urn starf-
semi Rauða krossins í útlöndum, en auðvitað verða það
ekki nema einstök atriði starfseminnar, sem ég get sagt
frá hér. Það mundi taka langan tíma að tína til allt það,
sem Rauði krossinn starfar að erlendis, svo umfangsmikið
er starfsviðið orðið, og sérstaklega hefur það aukizt mjög
á seinni árum.
Upprunalega er Rauði krossinn stofnaður til þess að
hjálpa og hjúkra særðum hermönnum í ófriði, enda var
þess ekki vanþörf á þeim tímum, þegar öll hj úkrunarstarf-
semi í hernum var mjög lítil og ófullkomin. Hún náði naum-
lega yfir það að hjálpa eigin hermönnum, hvað þá að sinnt
væri mikið um særða menn, sem til fanga voru teknir.
Markmið Rauða krossins var fyrst og fremst að hjálpa
öllum, hverrar þjóðar sem væru, og einmitt það mun hafa
átt drýgstan þáttinn í því, hve vel gekk að stofna Rauða
kross félög í mörgum löndum og fá viðurkenningu ríkj-
anna á starfseminni og friðhelgi fyrir þá menn, sem störf-
uðu fyrir Rauða krossinn í herjunum og friðhelgi fyrir þau
hjálpartæki, sem Rauði krossinn notaði. Rauði krossinn,
merkið, var tákn þess, að hér væri líknarstarfsemi á ferð-
inni, og það merki hefur síðan verið viðurkennt verndar-
merki, hvort sem það hefur verið bundið um handlegg
starfsmanna eða dregið upp sem fáni yfir hjúkrunarstöðv-
Heilbrigt líf
19