Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 25
í Ámeríku, hefur skilið þetta manna bezt. 26,2% af þjóð-
inni eru meðlimir Rauða krossins.
Agrip af ræðu Gunnlaugs Claessen.
Rauða kross félögin starfa að heita má um allan heim,
jafnt á friðar- sem ófriðartímum. Vér stofnum Rauða kross
Islands til friðarstarfa. Þó getur komið til mála að taka
þátt í líknarstarfi á stríðstímum. Er skemmst að minnast
þess, að héðan af landi var ófriðarþjóðunum sendur fatn-
aður og lýsi, ennfremur boðizt til að taka bágstödd börn
frá Vínarborg. Vegna skipulagsleysis varð lítið úr hjálp
íslendinga, hefði jafnvel ekki verið unnt að koma lýsis-
sendingunni áleiðis, nema með hjálp útlendra Rauða kross
félaga. Vér erum fámennir og lítt efnum búnir, en þó
aflögufærir um matvæli og fatnað, sem geta komið sér vel
í neyðarástandi ófriðarþjóðanna. Erlendar þjóðir gleyma
ekki slíkri hjálp, þótt í smáum stíl sé. Rauði kross íslands
gæti haft forgöngu á þessu sviði.
Ef voða ber að vegna eldgosa, jarðskjálfta eða drepsótta,
reynir Rauði krossinn að hjálpa eftir megni með hjúkrun,
læknishjálp og fleiru.
Alþjóða rauða kross sambandið í París hefur mikið fé
milli handa, m. a. frá Rockefellersjóðnum og styrkir fyrir-
tæki, sem Rauða kross félög víðs vegar um lönd beita sér
fyrir. Virðist því geta komið til mála, að fjárstyrkur feng-
ist hingað til íslands, t. d. til sjúkrahúsbygginga eða ann-
arra fyrirtækja, sem Rauði kross íslands hefur með hönd-
um.
Hjúkrunarkonur. Rauði kross íslands mun væntan-
lega ekki beita sér fyrir menntun hjúkrunarkvenna, nema
ef til vill til sérlærdóms. En félagið þarf að hafa vel
lærðar hjúkrunarkonur í þjónustu sinni til starfa um allt
iandið. Þar sem farsóttir koma upp, eru menn úti um land
Heilbrigt líf
23