Heilbrigt líf - 01.12.1949, Side 28
kenna, að tennurnar eru látnar eyðileggjast. Ástandið er
slæmt í þessu efni og tannhirðing yfirleitt á mjög lágu
stigi. Enginn hjálpar sjúklingum til þess að greiða tann-
lækningakostnaðinn. Jafnvel berklasjúklingarnir, sem
styrkhæfir eru að öðru leyti, fá ekki gert við tennur sínar.
Sumir þeirra hafa berkla í eitlum við kjálkana og þyrftu
nauðsynlega að losna við tannholur, sem geyma í sér mat-
arleifar og gerlagróður. Sveitarsjóðir munu sjaldan greiða
slíka lækning, sjúkrasamlög ekki heldur. f Reykjavík og
ef til vill fleiri kaupstöðum þyrfti að koma upp góðri tann-
lækningastofu fyrir almenning, þar sem starfað væri að
tannfylling fyrir lítið verð. Úti um land ættu að vera um-
ferða-tannlæknar, sem dveldu nokkrar vikur á hverjum
stað. Það er ruddaskapur að draga tennur úr fólki, ef unnt
er að gera við þær. f það horf eiga tannlækningarnar að
komast hér á landi eins og í öðrum siðuðum löndum. Hér
er mikið verkefni fyrir höndum. Sums staðar erlendis
hefur Rauði krossinn beitt sér fyrir tannlæknishjálp, og
ætti hann líka að vinna að þessu máli hér á landi. Skylt
er að geta þess, að við Barnaskóla Reykjavíkur hefur verið
komið á fót tannlækning.
Sjúkraflutningar. íslenzkir sjúklingar eru fluttir á
kviktrjám, sleðum og vögnum. Mesta furða er og, hve veik-
ir menn geta setið á hestbaki. Ytra hefur á síðari árum
verið unnið mjög mikið að því að bæta sjúkraflutning,
jafnvel farið að flytja sjúklinga í flugvélum. Þægilegasta
flutningatækið hér á landi eru sjúkrabifreiðir, þar sem
þeim verður við komið. Aðeins ein er til á íslandi, hér í
höfuðstaðnum. Á síðastliðnu ári voru fluttir í henni rúm-
lega 600 sjúklingar. Ágætlega getur farið um veika menn
á kviktrjám, en ferðin tekur langan tíma, og helzt má ekki
mikið vera að veðri. í bifreiðunum er skjól og rafljós og
sæti fyrir þann, sem fylgja vill sjúklingnum. Mjög hafa
verið notaðir ytra sjúkravagnar, sem renna á gúmmíhjól-
26
Heilbrigt líf