Heilbrigt líf - 01.12.1949, Síða 31
var aðkallandi, en það var sérstaklega hjúkrun, fræðsla
og sjúkraflutningur, auk margs fleira.
Eg mun nú leitast við að gefa stutt yfirlit yfir helztu
störf RKÍ á þessum aldarfjórðungi, sem liðinn er frá
stofnun hans.
I. HJÚKRUN.
RKf lét það verða sitt fyrsta verk að ráða í sína þjón-
ustu hjúkrunarkonu, „Rauða kross systur“. Síðan hefur
hann alltaf haft í þjónustu sinni hjúkrunarkonu, eina eða
fleiri.
Auk ýmissa starfa, sem hjúkrunarsysturnar hafa haft
með höndum og vikið verður að síðar, hafa þær hjúkrað
nokkuð í heimahúsum og starfað á berklavarnastöðvum
og víðar. Fyrsta sumarið, sem hjúkrunarsystir starfaði á
vegum RKf í Reykjavík, fór hún til Siglufjarðar og hjúkr-
aði þar um síldveiðitímann. Hjúkrunarsystirin vann að
undirbúningi að opnun sjúkrahússins „Hvítabandið“ á
sínum tíma og starfaði þar svo um skeið sem yfirhjúkr-
unarkona. Snemma árs 1925 var stofnuð RKÍ-deild á
Akureyri. Deildin réð þegar hjúkrunarkonu í sína þjón-
ustu, og vann hún að heimilishjúkrun í bænurn og í grennd
hans.
II. FEÆÐSLUSTARFSEMI.
Eitt af höfuðhlutverkum Rauða kross félaga er að fræða
almenning um það, sem honum er nauðsynlegt að vita varð-
andi hjúkrun, slysahjálp og heilsuvernd. RKÍ hefur lagt
mikla áherzlu á að fræða almenning hvað þetta snertir.
Hjúkrunarsystirin hefur farið víðs vegar um landið og
haldið námskeið í bæjum, þorpum og sveitum. Stundum
hefur þessum námskeiðum verið hagað þannig, að kven-
félagið á staðnum hefur annazt undirbúninginn. Kennslan
hefur aðallega verið verkleg, innifalin í æfingum, svo sem
Heilbrigt lif
29