Heilbrigt líf - 01.12.1949, Síða 32
að búa um sjúkrarúm, lyfta sjúklingum upp, beraþá á milli
rúma, leggja á bakstra o. s. frv. Ennfremur hafa verið
kennd frumatriðin í meðferð ungbarna.
Þá hafa flest, ef ekki öll árin, sem RKl hefur starfað,
verið haldin fleiri eða færri námskeið í hjálp í viðlögum.
Hafa ýmsir læknar annazt þau, auk hjúkrunarsystranna.
Sérstök áherzla hefur verið lögð á að kenna fólki, hvað það
eigi að gera, ef slys ber að höndum, t. d. lífgunaraðferðir
á fólkí, sem hefur lent í sjó eða vatni, orðið fyrir eitrun
af kolsýringi o. s. frv.
Forskóli hjúkrunarnema.
Að tilhlutan landlæknis og forstöðukonu Landspítalans,
tók RKÍ að sér að setja á stofn forskóla fyrir hjúkrunar-
nema í Hjúkrunarkvennaskóla Islands árið 1937. Forskóli
þessi:hefur komið að miklu gagni.
Fræbslukvikmyndir.
Á þriðja ári eftir stofnun RKl sendi Samband Rauða
kross félaga honum 4 filmur. Þær fjölluðu um þessi efni:
1. Meðferð og hollustu mjólkur. 2. Eðli og háttsemi berkla-
veikinnar. 3. Berklavarnastöðvar. 4. Sótthættu af flugum.
Myndirnar voru sýndar nemendum og kennurum í ýms-
um skólum í Reykjavík og víðar. Öðru hverju síðan hefur
RKÍ fengið og sýnt aðrar kvikmyndir. Meðal annars hafa
þær fjallað um meðferð ungbarna, björgun frá drukknun,
áfengisnautn o, fl.
Þátttaka í heilsufræðisýningu L. R.
Haustið 1934 kom Læknafélag Reykjavíkur upp myndar-
legri heilsufræðisýningu í tilefni af 25 ára afmæli félags-
ins. Sýningunni var komið fyrir í St. Jósefsspítalanum
nýja, sem þá var verið að taka í notkun. RKÍ var boðin
þátttaka í sýningunni. Hafði hann til umráða eitt herbergi.
30
Heilbrigt líf