Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 33
Hann var þá 10 ára, og var notað tækifærið til þess að
sýna yfirlit yfir starfið þessi fyrstu 10 ár. Það var gert
með línuritum, uppdráttum og prentuðum spjöldum, sem
hengd voru á veggina og sýndu sjúkraflutning, fræðslu-
starfsemi o. fl. Ennfremur var komið fyrir í herberginu
hjúkrunargögnum og kennsluáhöldum.
III. FRAMHALDSNÁM FYRIR HJÚKRUNARKONUR.
Samband rauða kross félaga (League of Red Cross
Societies) hefur fyrir löngu síðan stofnað og starfrækt
framhaldsskóla í Lundúnum fyrir útlærðar hjúkrunar-
konur (Bedford College). Þegar á fyrsta starfsári RKÍ
bauð Sambandið honum að senda þangað hjúkrunarkonur
til framhaldsnáms. Var því boði tekið. Síðan hefur hann
alltaf öðru hverju sent þangað hjúkrunarkonur. Sumar
þeirra hafa svo að námi loknu starfað vel og lengi á veg-
um RKÍ, svo sem Kristín Thoroddsen og Sigríður Bach-
mann.
IV. SJÚKRASKÝLI í SANDGERÐI.
Eitt af fyrstu áhugamálum RKÍ var stofnun hjúkrunar-
stöðvar í Sandgerði. Um það bil er RKl var stofnaður,
var Sandgerði lítið sjávarþorp með örfáum íbúum, en þar
var verstöð. í byrjun hvers árs hópaðist þangað fjöldi sjó-
manna, sem dvöldu þar um vertíðina. Þar var enginn
læknir og ekkert sjúkraskýli. Eins og kunnugt er, hættir
fiskimönnum við að fá fingurmein og ígerð í hendur. Enn-
fremur verða þeir oft fyrir minniháttar meiðslum. Stjórn
RKÍ var það ljóst, að nauðsynlegt var að sjá sjómönnum
í Sandgerði fyrir læknishjálp, sem unnt væri að veita þeim
þar á staðnum. Árið eftir að félagið var stofnað, fór hjúkr-
unarsystirin til Sandgerðis um miðjan janúar og dvaldi
þar fram í maí. Hún tók á móti sjúklingunum í sérstakri
stofu, sem til þess var ætluð, en vitjaði auk þess sjúkra
Heilbrigt. líf
31