Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 36
Sjúkraflutningar með flugvélum.
Á fundi framkvæmdanefndar í júlí 1929 vakti formaður
RKÍ (G. Cl.) máls á því, að félagið reyndi að fá sér flug-
vél til sjúkraflutninga. Ekkert gat þó þá orðið úr fram-
kvæmdum í þá átt, vafalaust mest vegna fjárskorts.
Á síðustu árum hefur, eins og kunnugt er, verið mikið
gert að því hér á landi að flytja sjúklinga í flugvélum, og
hefur RKÍ átt óbeinan þátt í þeim flutningum.
Sjúkraflutningar á sleðum.
RKÍ gaf á sínum tíma sjúkrasleða í Skíðaskálann í
Hveradölum. Sjúkrasleði þessi reyndist vel. Árið 1944 voru
afhentir fimm sjúkrasleðar ásamt teppum og öðrum út-
búnaði til afnota í ýmsum skíðaskálum í nágrenni Reykja-
víkur.
Slysakassar.
í þessu sambandi telst rétt að geta þess, að RKÍ hefur
látið koma fyrir slysakössum við ýmsa af skíðaskálunum.
VI. HEILSUVERNDARSTÖRF.
Á árinu 1938 hafði aðalstjórn RKÍ á prjónunum all-
miklar ráðagerðir um aukna starfsemi. Þessar ráðagerðir
beindust einkum að aukinni heilsuvernd. Framkvæmdir
þessar áformaði stjórnin að yrðu með tvennu móti. í fyrsta
lagi: Starfsemi, er RKÍ framkvæmdi einn út af fyrir sig.
Meðal annars var tilætlunin, að hann leitaðist við að út-
vega og kosta heilsuverndarhjúkrunarkonur í öll sveita-
héruð og smærri kauptún landsins. í öðru lagi: Starfsemi
annarra aðilja, sem væri styrkt og efld af RKÍ, eða komið
á fót fyrir forgöngu hans. Úr framkvæmdum varð þó
minna en ætlað var í fyrstu, sennilega mest vegna þess, að
árið eftir skall síðari heimsstyrjöldin á.
34
Heilbrigt líf