Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 37
Sumardvalir barna í sveitum.
Upphafið að aðstoð RKÍ við sumardvalir barna í sveit-
um var það, að árið 1932 var sótt til hans um fjárstyrk
til handa barnahælinu Egilsstaðir. RKÍ veitti því tvö þús-
und króna styrk.
Annars var ekki verulega hafizt handa í þessu efni fyrr
en á árinu 1940. Að vísu reyndi RKÍ árið áður að útvega
dvalarstaði í sveitum fyrir heilbrigð börn, en ekki bar það
verulegan árangur. Árið 1940 var síðari heimsstyrjöldin
skollin á. Búizt var hér við hinu versta, og þar af leiðandi
talið nauðsynlegt að undirbúa brottflutning barna úr
Reykjavík.
Fyrir frumkvæði stjórnarvalda ríkis og bæjar var sett
á stofn allf jölmenn nefnd, og áttu sæti í henni fulltrúar frá
ýmsum félögum og félagasamtökum. Hlutverk þessarar
nefndar var að undirbúa brottflutninginn. Meðal annars
beitti hún sér fyrir fjársöfnun í þessu skyni. Hún valdi
síðan 3 menn í framkvæmdanefnd, sem áttu að útvega
vistarverur fyrir börnin og sjá um brottflutning þeirra.
Þessir menn áttu sæti í framkvæmdanefndinni (Sumar-
dvalarnefnd) : Sigurður Thorlacius, skólastjóri, Arngrím-
ur Kristjánsson, skólastjóri, og Scheving Thorsteinsson,
iyfsali, og var hann formaður hennar.
Komið var upp 12 barnaheimilum í skólum og skýlum
víðs vegar um landið. Auk þess voru nálægt 700 börn
vistuð á sveitaheimilum. Sumarið 1941 dvöldu um 1500
börn í sveitum á vegum Sumardvalarnefndar, en rúmlega
1000 voru styrkt til slíkrar dvalar með flutningi og fata-
gjöfum.
Næsta ár, 1942, var þessi starfsemi skipulögð undir
forustu RKÍ. Höfðu farið fram viðræður milli fulltrúa frá
ríki, Reykjavíkurbæ og RKÍ. Varð samkomulag um 5
manna nefnd, Sumardvalarnefnd. í henni áttu sæti:
Heilbrigt líf
35