Heilbrigt líf - 01.12.1949, Qupperneq 38
Kristjón Kristjónsson, forstjóri, og Sigurður Sigurðsson,
yfirlæknir, af hálfu ríkisstjórnarinnar, Arngrímur Kristj-
ánsson, skólastjóri, og Haraldur Árnason, kaupmaður, af
hálfu Reykjavíkurbæjar, og Scheving Thorsteinsson frá
RKÍ.Var hann formaður nefndarinnar þá, og æ síðan, með-
an nefndin starfaði. Framkvæmdastjóri hennar var ráðinn
Gísli Jónasson, yfirkennari. Stai'fsemi þessi var síðan með
sama hætti fram til ársins 1947. Síðustu þi'jú árin hefur
tilhögunin verið nokkuð á annan veg. Engin sumai'dvalar-
nefnd frá sömu aðiljum og áður hefur stax’fað, eix RKÍ
hefur starfrækt barnaheimiliix á svipaðan hátt og áður
var gert.
Læknisskoðun hefur farið fram á börnuixum, áður en
þau voru send bui’t. Ennfremur hefur það verið venja, að
læknir og hjúkrunarkona kæmu á heimilin til eftirlits.
Barnaheimilið að Laugarási.
RKÍ hafði lengi haft áhuga fyrir því að konxa upp eigin
barnaheimili í sveit. Þegar að því kom, að það yi'ði í'eist,
var því valinn staður að Laugarási í Biskupstungum. Var
þar tekið á leigu erfðafestuland, og fylgdu afnot af heitu
vatni. Ýmsir örðugleikar reyndust þó á því að koma
heimilinu upp, aðallega skortur á fé og efnisskortur vegna
gjaldeyrisvaxxdræða, en byrjað var á byggingunni árið
1945. Staixda nú voixir til, að hægt verði að hefja starf-
i'ækslu heimilisins sumarið 1950.
VII. VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VEGNA HÆTTU AF
VÖLDUM HERNAÐARAÐGERÐA.
Eftir að ísland hafði verið hernumið af Bretunx í nxaí
1940, var búizt við, að hér gæti komið til hei'naðaraðgerða,
einkum var talin hætta á loftárásunx. Það var því talið
sjálfsagt að gera varúðarráðstafanir. Skipuð var loftvarna-
nefnd í Reykjavík og víðar. RKl átti fulltrúa í loftvarixa-
36
Heilbrigt líf