Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 40
skrifað skilgóða grein um þetta efni, sem birt er á öðrum
stað í þessu riti.
Bjarni læknir var á árinu 1942 ráðinn ritari RKÍ og
annaðist þá um skeið ýmsar framkvæmdir hans.
VIII. LÍKNARSTÖRF.
Aðstod við Vetrarhjálpina í Reykjavík.
Um miðjan desember 1938 fór formaður Vetrarhjálpar-
innar í Reykjavík fram á aðstoð RKÍ. Lítið varð þó úr því,
að unnt væri að veita aðstoð, sökum þess, hversu beiðnin
kom seint.
Aftur á móti veitti félagið Vetrarhjálpinni nokkra að-
stoð veturinn 1939-—1940.
Aðstoð við íslenzkt fólk erlendis vegna
heimsstyrjaldarinnar síðari.
Á stríðsárunum annaðist RKÍ og hafði milligöngu um
bréfaskeyti, símskeyti og sendingar til og frá fólki, bæði ís-
lenzku og erlendu, sem dvaldi á ófriðarsvæðunum. Stund-
um reyndi hann að hafa upp á týndum mönnum. Var
starf þetta oft og tíðum furðu fyrirhafnarmikið. Leitazt
var við eftir föngum að aðstoða bágstadda fslendinga, sem
dvöldu í ófriðarlöndunum. Eftir að ófriðnum lauk, var
Lúðvíg Guðmundsson, skólastjóri, fenginn til þess að ferð-
ast til Mið-Evrópu til þess að reyna að leita uppi íslenzkt
fólk og veita því nauðsynlega aðstoð, fæði og klæði, og
eins til þess að hjálpa því til þess að komast heim, ef það
vildi. Tókst ferð þessi með ágætum og heppnaðist að ná
til svo að segja allra fslendinga, sem kunnugt var um hér
heima, að dveldust á þessum slóðum. Margir komust heim,
mest fyrir tilstilli Lúðvígs, sem að sjálfsögðu hafði sam-
vinnu við Rauða kross félög viðkomandi lands og aðra
aðilja, sem von var um, að gætu aðstoðað um þessi mál. En
38
Heilbrigt líf