Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 42
fatnaðar og matvæla. Ennfremur hefur RKl staðið fyrir
og annazt um allmiklar gjafapakkasendingar frá einstakl-
ingum hér til einstaklinga í Danmörku, Noregi og víðar.
Sendingar til Danmerkur náðu nálægt 3000 pökkum, til
Noregs voru sendir rúmlega 1000 pakkar, þetta hvort
tveggja á einu ári.
Mið -E v rójm-söfnun.
Snemma á árinu 1946 hóf RKl fjársöfnun, sem einkum
var ætluð til lýsisgjafa handa nauðstöddum börnum í Mið-
Evrópu. RKl fékk ýmsa málsmetandi áhrifamenn í lið
með sér, og var skipuð sérstök fjársöfnunarnefnd. For-
maður hennar var Sigurður Sigurðsson, yfirlæknir, en
hann var þá jafnframt formaður RKÍ. Söfnun þessi gekk
vel. Safnaðist upp undir tveggja milljóna króna virði.
Lúðvíg Guðmundsson, skólastjóri, var fenginn til þess
að fara utan og sjá um framsendingu og dreifingu á lýs-
inu, í samráði við Rauða kross félög þeirra landa, er þess
áttu að njóta, en það voru Austurríki, Pólland, Tékkó-
slóvakía og Þýzkaland.
Haustið 1946 hófst enn á ný söfnun til nauðstaddra í
Mið-Evrópu og Finnlandi. Stóðu ýmsir að henni, þar á
meðal RKÍ. Af hans hálfu tók Bjarni Jónsson, læknir,
sæti í nefnd, er annaðist söfnunina og skrifstofa félags-
ins veitti fjárframlögunum móttöku. Fé því, sem inn kom,
var einkum varið til lýsiskaupa. Enn fremur var safnað
fatnaði. Samtals mun þessi söfnun hafa numið yfir 700
þúsund krónum.
Frá því á árinu 1946 hefur RKÍ annazt gjafaböggla-
sendingar frá einstaklingum hér á landi til einstaklinga
í Mið-Evrópu, og sér hann ennþá um þessar sendingar.
Barnahjál-p Sameinudu þjóðanna.
Þá er eftir að skýra frá söfnun þeirri hér á landi, sem
40 Heilbrigt líf