Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 43
mesta athygli hefur vakið erlendis, af þeim söfnunnm, sem
RKÍ hefur staðið að. Frásögn sú, sem hér fer á eftir, er
að mestu tekin upp úr ársskýrslu RKÍ 1948.
Snemma á árinu 1948 barst RKÍ bréf frá félagsmála-
ráðuneytinu, þar sem þess var óskað, að RKÍ tilnefndi
mann til þess að mæta á fundi, ásamt fulltrúum frá ýms-
um öðrum félagssamtökum. Áttu þeir að ræða um, hvort
ráðast skyldi í almenna fjársöfnun til hjálpar sveltandi
eða vannærðum börnum á meginlandinu, en formaður RKÍ,
Scheving Thorsteinsson, hafði áður mætt á undirbúnings-
fundi, sem haidinn var að tilhlutun Miss Orning, fulltrúa
barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Formanni var falið
að mæta, en hann var síðan kosinn formaður hinnar ís-
lenzku barnahjálpar.
Um miðjan febrúar mætti hann síðan á fundi í Genf,
sem haldinn var með formönnum söfnunarnefndanna í
Evrópulöndunum.
I Genf átti formaður RKÍ tal við stjórnendur Alþjóða
rauða krossins.
Þessi söfnun hér á landi til barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna nam hátt á fjórðu milljón króna, eða rúmum 26
krónum á hvert mannsbarn í landinu, og var hlutur Is-
lands langhæstur allra söfnunarþjóða miðað við fólks-
fjölda. Næstir voru Ný-Sjálendingar, með um 9,65 ís-
lenzkar krónur á mann.
Hið mikla framlag Islands vakti að sjálfsögðu allmikla
athygli á landi og þjóð. Má sjá þess víða merki í bréfum
þeim, er söfnunarnefndinni bárust, að lokinni söfnun. I
bréfi frá Aake Ording, þeim, er átti frumkvæðið að þess-
ari söfnun, segir m. a.: „/ þessu máli ber ísland höfuS og
herÖar yfir alla aðra. Tæpast verður þessa einstæða menn-
ingarafreks getið, án þess að nafn Islands sé þar nefnt með
sérstakri lotningu“.
Til þess að sýna ennþá betur, hversu mikla athygli þessi
Heilbrigt líf 41.