Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 46
XII. ÝMISLEGT.
Heiðursmerki.
Fyrir nokkrum árum var ákveðið að láta gera heiðurs-
merki fyrir RKÍ. Hinn 27. febrúar 1941 var núverandi
forseti íslands, herra Sveinn BjÖrnsson, sæmdur þessu
heiðursmerki. Eins og kunnugt er, var hann aðalstofnandi
og fyrsti formaður Rauða kross íslands.
Snemma á árinu 1947 var Sigurður Sigurðsson, yfir-
læknir, fyrrverandi formaður RKÍ, sæmdur heiðursmerki
frá danska Rauða krossinum og síðar á sama ári norsku
heiðursmerki.
Scheving Thorsteinsson lyfsali, núverandi formaður
RKf, var með bréfi dags. 17. júní 1948, sæmdur heiðurs-
merki danska Rauða krossins.
Á þessu ári var frú Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunar-
kona, sæmd Florence Nightingale heiðursmerkinu af Al-
þjóða rauða krossinum í Genf. Var það gert samtkvæmt
tilnefningu RKÍ. Þetta heiðursmerki er æðsta heiðursmerki
hj úkrunarkvenna.
Formenn RauÖa kross íslands hafa verið þessir menn:
1. Sveinn Björnsson frá stofnun hans til 21. júní 1926.
2. Gunnlaugur Claessen frá 21. júní 1926 til 8. júlí 1929
og 23. okt. 1933 til 27. júní 1938.
3. Björgúlfur Ólafsson frá 8. júlí 1929 til 23. okt. 1933.
4. Gunnlaugur Einarsson frá 27. júní 1938 til 10. febr.
1942.
5. Sigurður Sigurðsson frá 10. febr. 1942 til 26. apríl
1947 (Sig. Sig. var kosinn form. á aðalfundi 18.
apríl), en hafði áður gegnt formannsstörfum vegna
veikindaforfalla Gunnlaugs Einarssonar).
6. Scheving Thorsteinsson (núverandi formaður) frá
26. apríl 1947.
44
Heilbrigt líf