Heilbrigt líf - 01.12.1949, Síða 49
Forseti íslands,
herra SVEINN BJÖRNSSON:
AÐ FÁ AFTUR HEYRNINA
Mörg okkar munu kannast við fólk, sem hefur verið
sjónlítið eða sjónlaust og hefur fengið aftur sjónina. Sum-
ar sögur þessar eru bæði átakanlegar og koma við strengi
hjartans, t. d. hvernig Helen Keller bjargaði sér blindri,
svo að hún gat notið lífsins næstum eins og alsjáandi fólk.
Ég hef þekkt margt fólk, sérstaklega roskið fólk, sem
hefur misst heyrn að nokkru eða öllu. Það einangrast smám
saman frá vinum og kunningjum, getur ekki notið hljóm-
listar, fuglasöngs og ýmissa annarra dásemda lífsins. Af
þessu leiðir vanlíðan, sem sízt er, að vissu leyti, betri en
önnur veikindi.
Ég lenti í þessum hóp fyrir 5—6 árum. Missti hér um
bil heyrn á öðru eyranu. Fyrir áeggjan vina minna fékk
ég heyrnartól þá, sem hjálpaði mér mikið, en ekki alveg.
Ég þreyttist á að nota það, m. a. vegna óþæginda við
notkunina, og hætti loks alveg að nota það.
Eftir alvarlegt veikindaáfall í febrúar síðastliðnum leit-
aði ég til útlanda. Komst þar í hendur góðs læknis, sem
hjálpaði mér vel til heilsu aftur. Mér finnst líðan mín
betri nú en nokkru sinni síðustu 10—20 árin.
Eitt af þeim heilræðum, sem hann gaf mér, var að fara
að nota aftur heyrnartólið. „Þér megið ekki eyða kröftum
yðar í það að heyra illa. Þér verðið þreyttur á að hlusta
á aðra, og aðrir verða þreyttir á því að tala við yður. M. ö.
o. þér gerið hvort tveggja, að þreyta sjálfan yður og aðra.
Heilbrigt líf_
47