Heilbrigt líf - 01.12.1949, Side 50
Og það megið þér ekki gera. En munið að nota tólið alltaf,
alveg eins og t. d. gleraugu. Fólki þykir hvort tveggja leiðin-
legt í fyrstu. En með því að venja sig á það og gefast ekki
upp, þá venst maður þessu, og lífið fær allt annan blæ“.
Ég hlýddi lækninum, En mér fannst alltaf óþægilegt
að nota heyrnartólið. Ég fór að rannsaka, hvort ekki
hefðu orðið framfarir á þessu sviði sem öðrum, síðan ég
fékk heyrnartólið mitt fyrir 5 árum. Sú rannsókn leiddi
í ljós, að þær framfarir hafa orðið miklar. Ég hef nú
fengið nýtízku heyrnartól og notað það í mánuð. Ég nota
það alltaf og held fast við ásetninginn að gefast ekki upp.
Þetta tól er lítið fyrirferðar, hljóðnemi og rafhlöður,
lítið og allt í einu lagi. Það er létt og fer vel í vestisvasa.
Þaðan er taug að stykkinu, sem sett er í eyrað. Þetta er
allur útbúnaðurinn. Svo eru á tólinu tvenns konar stilli-
tæki, sitt hvoru megin. Annað er hljóðmagnari, sem hægt
er að láta hækka eða lækka hljóðið eftir vild, líkt og á
útvarpstæki. Hitt er stillir, sem hreyfður er eftir vissum
reglum og hjálpar til þess að heyra öll hljóð, bæði í fámenni
og margmenni, í nálægð og í fjarlægð, há hljóð og djúp
hljóð. Það þarf dálitla þolinmæði til að venja sig á að
stilla þetta eftir þörfum. En ég hugsa, að flestum verði
þetta létt verk og eðlilegt á svo sem 2—3 vikum.
Nú líður mér sjálfum miklu betur. Og nú segir allt fólk,
sem ég umgengst, að allt annað sé að tala við mig nú en
áður. Ég heyri allt, hvái næstum aldrei, og tala megi við
mig eðlilegum rómi rétt eins og fólk með góða heyrn.
Er þetta tól ekki dýrt? Jú, mér fannst það í fyrstu og
hikaði því við að eignast það. Það stendur mér, ásamt vara-
hlutum í 8—900 krónum. En ég iðrast ekki eftir þessi út-
gjöld. Og er upphæðin svo há miðað við kostnað við lækn-
ingu annarra veikinda ? Og þetta eru veikindi, sem læknast
ekki frekar en önnur veikindi án nokkurs kostnaðar. Og
líðanin er lík því, sem manni líður eftir að hafa verið rúm-
48
Heilbrigt líf