Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 53
legur við ströndina, eins og hann ætti í henni hvert bein,
en hina stundina var hann horfinn — hlaupinn langt burtu,
og eftir var helgrár sandurinn. Ég vissi raunar, að hann
mundi koma brátt aftur, en ég kunni illa við þetta. Nei,
Vopnafjörður er ekki svoleiðis, hann er þar sem hann á
að vera. Og víkingarnir sáu, eins og við sjáum enn í dag,
er við siglum inn fjörðinn, græna heiði — Sandvíkurheiði
-— að norðan með hallandi hlíðum, en tignarleg klettafjöll
að sunnan. Það eru Krossavíkurfjöll, þar sem höfuðbólið
Krossavík stendur innst, bærinn þeirra Geitis og Þorkels
Geitissonar og æskuheimili Þorsteins uxafótar, sem var
uppáhaldshetja krakkanna, er lásu fornsögurnar. Og svo
skældi maður yfir því, að hann skyldi falla með Ólafi kon-
ungi Tryggvasyni á Orminum langa í Svoldarorustu. Svo
sést nú ekki mikið meira af skipinu, þegar inn er siglt,
nema kauptúnið á tanganum beint á móti Krossavík og
svo bæjaröðin á strandlengjunum beggja megin fjarðar-
ins. Fallegu grænu dalirnir þrír sjást naumast og ekki
stóra lónið norðan við tangann. Þar gæti ég hugsað mér,
að yrði góð höfn einhvern tíma, þegar efni leyfa.
Nú á tímum mundi ferðamaðurinn koma í bíl, sem legði
leið sína af aðalveginum norðan við Möðrudal. Og þegar
bíllinn kemur út á Burstarfellið, væri rétt að fara út úr
honum, ef veður er gott, og skyggnast um. Þaðan er út-
sýni undrafagurt yfir fjörð og sveit. Hofsá liðast milli
nesjanna, og höfuðbólin Burstarfell og Hof standa rétt
við fæturna á manni og milli þeirra bærinn Teigur, þar
sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur fæddist og skáld-
konan Erla býr nú. Á Burstarfelli bjuggu áður ráðríkir
sýslumenn, og væri gaman að segja þaðan nokkrar sögur,
en til þess vinnst ekki tími. Á höfuðbóli þessu, sem nú er
varðveitt sem forngripur, hefur búið sama ættin, í beinan
karllegg, í nokkur hundruð ár. Prestsetrið Hof er frægt
bæði að fornu og nýju. Þaðan er 14 km. leið út í kauptúnið.
Heilbrigt Vtf
51