Heilbrigt líf - 01.12.1949, Side 54
Vopnafjarðarkauptún hefur aldrei verið fjölmennt, en það
er eitt af elztu verzlunarstöðum þessa lands, og snoturt er
þar og blómlegt á vorin, þegar æðarfuglinn hamast þar
í varphólmunum og kringum þá.
Það var seint á góu, að barið var í húsgaflinn fyrir neðan
gluggann minn — hánótt, en dimmt úti og inni. Ég vakna,
opna gluggann og sé, að Eiríkur er kominn. Eiríkur átti
heima á Þórshöfn og var oftast fenginn til að sækja mig,
því að hann var duglegur og ábyggilegur, og kom það sér
vel á þessum löngu og ströngu ferðalögum. Hann kallar
nú upp til mín og segir, að ársgamalt barn hafi slasazt á
Skálum á Langanesi, læknislaust sé í Þórshöfn og ég því
beðinn að koma og reyna að hjálpa, til setu sé ekki boðið,
leiðin nær 100 kílómetrum, færð ekki góð, en barninu líði
illa, svo að ég verði nú að hraða mér í guðs bænum.
Ég sagði víst ekki neitt ljótt, því að fyrst og fremst var
það þýðingarlaust, og svo kenndi ég í brjósti um blessað
barnið. Ég fann eldspýtur, kveikti á lampanum og lokaði
glugganum, því að næturloftið var kalt. Ég huggaði mig
við, að við Eiríkur mundum sigrast á ferðaerfiðleikunum
eins og vant var, klæddi mig, hitaði okkur kaffi, og innan
stundar vorum við komnir af stað og gengum í hægðum
okkar norður yfir tangann og út á Lónið, sem við vorum
raunar hálfhræddir við, því að ísinn var farinn að verða
meyr og ótraustur. Við reyndum með stöfunum, stigum
létt niður, höfðum góðan spöl á milli okkar, og allt gekk
vel. Nú tók hálsinn við, hann skilur Vesturárdal frá Sel-
árdal. Það var að byrja að birta af degi, og einhver roði
var þarna yfir hafinu í austri. Þegar yfir hálsinn kom,
skyldi ganga yfir Selárdal þveran, en á þeirri leið var
Selá Þrándur í Götu. Hún hafði brotið af sér ísinn í hláku-
ofsa snemma á góunni, og eina úrræðið var að draga sig
yfir á kláfræfli, sem hékk á strengjum í háu gljúfri. Það
væri synd að segja að þetta þætti fýsilegt, því að ómögu-
52
Heilbrigt líf