Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 65
VALTÝK ALBERTSSON,
læknir:
TENNURNAR OG FÆÐAN
Þekktur mannfræðingur í Washington, Wilton M. Krog-
man að nafni, sagði nýlega, að karlmenn þar í landi væru
margir orðnir tannlitlir og hálfsköllóttir um þrítugs ald-
ur. Auk þess væru þeir velflestir magrir og krangalegir.
Konur taldi hann hins vegar yfirleitt allt of feitar. Evu-
dætrum fann hann einnig til foráttu, að þær væru margar
hverjar flatbrjósta og innskeifar og göngulag þeirra væri
ljótt og vaggandi. Eins og varfærnum vísindamanni sómdi,
sló hann þó varnagla. Hann gat þess alveg sérstaklega, að
hans eiginn betri helmingur væri framúrskarandi aðlað-
andi og vel af guði gerður, hvar sem á frúna væri litið.
Amerískar konur undu þessum úrskurði illa og sögðu, að
það væru augu vísindamannsins, sem úr lagi væru gengin.
Karlmennirnir þögðu, og enginn mælti tönnunum bót.
Sumir eru svo bölsýnir að halda, að mannskepnunni sé
alltaf að hraka líkamlega, þrátt fyrir allar framfarirnar.
Þetta er nú naumast rétt. Mannfræðingar telja, að maður-
inn sé nú að flestu leyti þroskaðri líkamlega en frummað-
urinn. Menn eru nú meiri vexti og jafnvel vöðvameiri en
forfeður vorir voru fyrir ómunatíð. Meðalævi manna hefur
líka stórlega lengzt, en það er nú að miklu leyti vegna þess,
að tekizt hefur að girða fyrir eða lækna marga sjúkdóma,
sem áður urðu ótölulegum fjölda manna að bana. Það hef-
ur gengið greiðlega að stemma stigu fyrir landfarsóttum,
Heilbrigt líf
63